Að byggja til framtíðar Aron Leví Beck skrifar 19. september 2016 09:36 Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Áfram streyma ferðamenn til Íslands í löngum bunum, litlar hvítar rútur þeysast um æðakerfi landsins sneisafullar af fólki í ævintýraleit. Óhætt er að fullyrða að ferðamönnum hefur fjölgar gríðarlega hèrlendis og er ferðamannaiðnaðurinn orðinn okkar stærsta atvinnugrein. Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum að einhvers staðar þurfa ferðamenn að halla höfði eftir ævintýraferðirnar. Undanfarið hafa gistiheimili og hótel spretta upp eins og gorkúlur hér og þar um landið og oftar en ekki er litið á framkvæmdirnar og dæst: á að byggja enn eitt hótelið ? Margir virðast hræðast þá miklu uppbyggingu sem hér á sér stað og spá því að þetta „góðæri“ muni, líkt og áður, springa í andlitið á okkur eins og gölluð tívolíbomba. Ef svo skyldi verða að ferðamannastraumurinn myndi skyndilega stoppa sætum við uppi með urmul af mannlausum hótelum og gistiheimilum. Hús eru nefnilega ekki bara hús. Áætlað notkunarsvið mannvirkja ræðst að stórum hluta hvernig húsið er hannað (t.d. burðarvirki, innra skipulag, tæknikerfi o.fl.). Allur er varinn góður, í þessu eins og öðru. Í langflestum tilfellum eru byggingar reistar með það að leiðarljósi að þær muni standa áratugum saman. Hugmynd mín er sú að þegar hanna á hótel eða gistiheimili væri ráð að huga að þeim möguleika að hægt sé að breyta þeim í íbúðir með tiltölulega auðveldum hætti. Til dæmis væri reynt að koma í veg fyrir að burðarvirki væri stillt upp á þann veg að það skerði möguleika á breytingum á innraskipulagi húsnæðis. Þegar um er að ræða verulegar breytingar á burðarvirki eru þær oft og tíðum flóknar og kostnarðasamar. Annað sem kemur upp í huga minn er staðsetning og stærð glugga. Ég get til dæmis ekki séð í fljótu bragði hver gæði íbúða væru í Fosshóteli við Höfðatorg ef því yrði breytt í íbúðarhús. Þar eru gluggar litlir og nær allir með jafn langt bil á milli sín. Byggingariðnaður mengar og byggingarefni eru flest öll óvistvæn, þó svo að mikilar framfarir hafi orðið undanfarin ár í þeim efnum. Því minna sem þarf að breyta, því ódýrara, vistvænna og auðveldara. Byggjum af skynsemi og með forsjálni til þess að fyrirbyggja það sem ekki er fyrir séð.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar