Ríkisstjórn góða fólksins Helgi Hjörvar skrifar 1. september 2016 07:00 Merkileg tímamót hafa orðið í stjórnmálum í sumar. Stór þingmeirihluti hægri manna hefur sjálfur gefist upp, stytt eigið kjörtímabil og boðað til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað því kjósendur hans og þungavigtarfólk unir ekki afturhaldssemi og einangrunarhyggju sem þar hefur orðið ofan á og kallar á Viðreisn. Forystukonur þriggja flokka, Samfylkingar, Pírata og VG, hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. VG hefur tekið vel í uppboðsleið í kvótamálum, sem verið hefur stefna Samfylkingarinnar og nú einnig Pírata.Tækifæri Í þessu felast gríðarleg tækifæri til málefnalegra framfara í landinu. Fyrst og fremst felast þau í kosningunum sjálfum og þeim skýru valkostum sem þar verða. Annars vegar framhald núverandi stjórnarstefnu með ríkisstjórnarflokkunum, hins vegar öfl sem eiga sameiginleg fjölmörg hugsjónamál um gjörbreyttar áherslur. Þó flokkar í framboði geti orðið margir og stjórn fjölflokka skrifar málefnaskráin sig nánast sjálf.Stóru málin Efling Landspítala og annarrar opinberrar heilbrigðisþjónustu, ásamt takmörkunum á kostnaði sjúklinga, verður stærsta málið. Stóraukið framboð af góðu húsnæði á sanngjörnum kjörum fyrir ungt fólk kemur þar næst og knýjandi þörf er á ný fyrir félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Þriðja stóra velferðarverkefnið verður einföldun almannatrygginga og trygging fyrir því að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarabóta og aðrir á sama tíma. Þetta eru fjárfrek verkefni og þess vegna sérstakt fagnaðarefni ef samstaða er að takast milli stjórnarandstöðuflokka um að ríkið fái eðlilegar tekjur af auðlindum landsins með uppboðum, því auknar tekjur þar geta staðið undir miklu. Auk þess er augljós tekjuöflun af ferðamönnum og allra ríkasta fólkinu í landinu svo misskipting hætti að aukast.Góðu málin Fleiri mál eru hins vegar mikilvæg en þau fjárfreku. Stjórnarskráin, friðlýsing miðhálendisins, bætt samkeppnisstaða skapandi greina, græna hagkerfisins og annarra vaxtarsprota atvinnulífs, þjóðaratkvæðagreiðslur, fullgilding mannréttindasáttmála, afnám málþófs á Alþingi, o.s.frv. o.s.frv. Hér verður listin sú að takmarka sig því það er grundvallaratriði ef við náum saman meirihluta að hann ætli sér ekki um of. Til þess að fullkomna trúverðugan valkost við núverandi stjórn væri brýnt að segja fólki sem fyrst hvaða verkefni önnur en stóru velferðarmálin verða í forgangi. Að önnur mál séu ekki í forgangi þýðir ekki að þeim verði ekki hreyft. Fjölmörg mál eru einfaldlega þannig að ekkert veitir af heilu kjörtímabili til að undirbúa þau. Enda löngu tímabært að við hugsum til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Skýrir valkostir Þó ég vilji sameina flokka þarf það ekkert að vera verra að hafa þriggja eða fjögurra flokka stjórn en tveggja. Undanfarin kjörtímabil hefur sýnt sig að stórir þingflokkar eru margklofnir, húsbóndavald lítið og ráðherrar valdaminni en var. Tal um einingu tveggja flokka stjórna er í besta falli lélegur brandari eftir tvö síðustu kjörtímabil. Hitt væri eftirsóknarvert ef Píratar, Samfylking, VG og jafnvel fleiri framboð gætu haft sameiginlegar áherslur fyrir kosningar um verkefnaskrá næsta kjörtímabils. Því kjósendur eiga skilið skýrari valkosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Merkileg tímamót hafa orðið í stjórnmálum í sumar. Stór þingmeirihluti hægri manna hefur sjálfur gefist upp, stytt eigið kjörtímabil og boðað til kosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofnað því kjósendur hans og þungavigtarfólk unir ekki afturhaldssemi og einangrunarhyggju sem þar hefur orðið ofan á og kallar á Viðreisn. Forystukonur þriggja flokka, Samfylkingar, Pírata og VG, hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn að loknum kosningum. VG hefur tekið vel í uppboðsleið í kvótamálum, sem verið hefur stefna Samfylkingarinnar og nú einnig Pírata.Tækifæri Í þessu felast gríðarleg tækifæri til málefnalegra framfara í landinu. Fyrst og fremst felast þau í kosningunum sjálfum og þeim skýru valkostum sem þar verða. Annars vegar framhald núverandi stjórnarstefnu með ríkisstjórnarflokkunum, hins vegar öfl sem eiga sameiginleg fjölmörg hugsjónamál um gjörbreyttar áherslur. Þó flokkar í framboði geti orðið margir og stjórn fjölflokka skrifar málefnaskráin sig nánast sjálf.Stóru málin Efling Landspítala og annarrar opinberrar heilbrigðisþjónustu, ásamt takmörkunum á kostnaði sjúklinga, verður stærsta málið. Stóraukið framboð af góðu húsnæði á sanngjörnum kjörum fyrir ungt fólk kemur þar næst og knýjandi þörf er á ný fyrir félagslegar lausnir í húsnæðismálum. Þriðja stóra velferðarverkefnið verður einföldun almannatrygginga og trygging fyrir því að öryrkjar og aldraðir njóti sömu kjarabóta og aðrir á sama tíma. Þetta eru fjárfrek verkefni og þess vegna sérstakt fagnaðarefni ef samstaða er að takast milli stjórnarandstöðuflokka um að ríkið fái eðlilegar tekjur af auðlindum landsins með uppboðum, því auknar tekjur þar geta staðið undir miklu. Auk þess er augljós tekjuöflun af ferðamönnum og allra ríkasta fólkinu í landinu svo misskipting hætti að aukast.Góðu málin Fleiri mál eru hins vegar mikilvæg en þau fjárfreku. Stjórnarskráin, friðlýsing miðhálendisins, bætt samkeppnisstaða skapandi greina, græna hagkerfisins og annarra vaxtarsprota atvinnulífs, þjóðaratkvæðagreiðslur, fullgilding mannréttindasáttmála, afnám málþófs á Alþingi, o.s.frv. o.s.frv. Hér verður listin sú að takmarka sig því það er grundvallaratriði ef við náum saman meirihluta að hann ætli sér ekki um of. Til þess að fullkomna trúverðugan valkost við núverandi stjórn væri brýnt að segja fólki sem fyrst hvaða verkefni önnur en stóru velferðarmálin verða í forgangi. Að önnur mál séu ekki í forgangi þýðir ekki að þeim verði ekki hreyft. Fjölmörg mál eru einfaldlega þannig að ekkert veitir af heilu kjörtímabili til að undirbúa þau. Enda löngu tímabært að við hugsum til lengri tíma en eins kjörtímabils í senn.Skýrir valkostir Þó ég vilji sameina flokka þarf það ekkert að vera verra að hafa þriggja eða fjögurra flokka stjórn en tveggja. Undanfarin kjörtímabil hefur sýnt sig að stórir þingflokkar eru margklofnir, húsbóndavald lítið og ráðherrar valdaminni en var. Tal um einingu tveggja flokka stjórna er í besta falli lélegur brandari eftir tvö síðustu kjörtímabil. Hitt væri eftirsóknarvert ef Píratar, Samfylking, VG og jafnvel fleiri framboð gætu haft sameiginlegar áherslur fyrir kosningar um verkefnaskrá næsta kjörtímabils. Því kjósendur eiga skilið skýrari valkosti.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun