Eiður Smári: Ísland hefur alltaf átt góða fótboltamenn en nú tekur heimurinn eftir þeim Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2016 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen segir Ísland alltaf hafa átt góða fótboltamenn. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi, segir í viðtali við Sportskeeda að Ísland hafi lengi verið með fótboltahefð þrátt fyrir að árangurinn hafi látið á sér standa þar til á síðustu misserum. Karlalandsliðið komst í fyrsta sinn á stórmót í sumar þar sem það kom heiminum á óvart með því að leggja England í 16 liða úrslitum og komast alla leið í átta liða úrslitin í frumraun sinni á stóra sviðinu. „Ég tel að Ísland hafi alltaf verið með fótboltahefð,“ segir Eiður Smári í viðtalinu aðspurður hvers vegna fótboltahefðin sé í raun engin hér á landi. Hann er ekki sammála því. Eiður var einnig beðinn um að útskýra hverjir eru helstu styrkleikar íslenskra fótboltamanna. „Það er bara á síðustu árum sem heimurinn hefur tekið eftir frammistöðu okkar og úrslitum en við höfum alltaf verið með leikmenn að spila í bestu deildunum,“ segir Eiður Smári.Eiður Smári kemur inn á fyrir einn af þessum góðu íslensku fótboltamönnum.vísir/gettyFramtíðin óráðin „Nú þegar við erum búnir að spila á EM þekkja fleiri íslensku nöfnin en við höfum alltaf átt góða leikmenn. Okkar helstu styrkleikar eru náttúrulegur líkamsstyrkur og vilji okkar til að leggja okkur alla fram á vellinum. Sá karakter í bland við hæfileika hefur fleytt okkur þangað sem við erum í dag.“ Eiður er orðinn 37 ára gamall en hefur nú nýtt ævintýri með FC Pune í Indlandi en hann er staddur í æfingaferð með liðinu á Spáni. Hann viðurkennir að hann er byrjaður að hugsa um hvað tekur við eftir leikmannaferilinn. „Auðvitað er ég byrjaður að hugsa um það. Ég er bara svo heppinn að geta enn verið að spila. Ég hef enn orku og ég elska að mæta á æfingu á hverjum degi. Á meðan ég get gefið liðinu sem ég spila fyrir eitthvað þá held ég áfram að spila,“ segir Eiður. „Hvað framtíðina varðar þá vil ég eyða meiri tíma með börnunum og fjölskyldunni þegar ég horfi styttra fram í tímann en eftir að ferlinum lýkur verður eitthvað sem tengist fótbolta í kortunum. Ég þarf bara að finna út hvað ég vil gera,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira