Drykkfelldi skipstjórinn fékk 100 þúsund króna sekt og hélt för sinni áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2016 15:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu