Drykkfelldi skipstjórinn fékk 100 þúsund króna sekt og hélt för sinni áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2016 15:00 Frá vinstri: Sebastian, Bernd og Paul í upphafi ferðar þegar allt stefndi í eftirminnilega siglingu næstu þrjár vikurnar. Hún varð svo sannarlega eftirminnileg en af öðrum ástæðum en þeir reiknuðu með. Mynd/Paul Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þýskur skipstjóri sem sérsveit lögreglu þurfti að hafa afskipti af að morgni miðvikudagsins 24. ágúst á Suðureyri varð eitt hundrað þúsund krónum fátækari. Hann þurfti að greiða sekt til lögreglu vegna brota á vopnalögum annars vegar og tilkynningaskildu skipa til vaktstöðvar siglinga hins vegar. Þrjú skotvopn voru um borð í bátnum og voru þau afhent tollgæslunni þar sem maðurinn gat nálgast þau á nýjan leik. Ekki er óeðlilegt að vera með vopn um borð í siglingu í Norður-Íshafi enda hætta af ísbjörnum á svæðinu. Austurríkismaður og þýskir feðgar keyptu sér ævintýrasiglingu með skipstjóranum þýska fyrir rúmar 400 þúsund krónur á mann. Lagt var af stað frá Svalbarða 8. ágúst og tveimur og hálfri viku síðar lagði skútuna að landi á Suðureyri. Þá höfðu farþegarnir fengið sig fullsadda af mikilli drykkju skipstjórans sem hafði valdið þeim miklum áhyggjum á siglingunni. Á tveimur og hálfri viku sáu þeir ekki til annarra skipa, hittu ekki annað fólk og sá sem átti að gæta öryggis þeirra sötraði áfengi vægast sagt ótæpilega. Ekki sást til annarra skipa vikurnar tvær og hálfu sem siglt var áleiðis til Íslands.Mynd/Paul „Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ sagði Austurríkismaðurinn Paul í samtali við Vísi í vikunni. „Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ Þegar mennirnir tilkynntu skipstjóranum að þeir ætluðu ekki áfram með skútunni til Reykjavíkur brást skipstjórinn ókvæða við og minnti þá á vopnin sem væru í skútunni. Flýðu þremenningarnir skútuna án þess að geta tekið farangur sinn með. Hringdu þeir á lögreglu sem sendi sérsveitina á staðinn í ljósi þess að maðurinn væri vopnaður. Hann reyndist blindfullur þegar sérsveitin mætti á staðinn um sexleytið að morgni 24. ágúst og handtekinn. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skipstjórans er um síðustu ferðina að ræða þetta sumarið. Þegar er hægt að bóka sig í ferðir fyrir næsta sumar, meðal annars þá sem Austurríkismaðurinn og þýsku feðgarnir skelltu sér í. Heimasíðan er þess eðlis að ekki er hægt að skrifa ummæli um reynslu sína um borð. Skipstjórinn er ekki sá eini sem þurfti að reiða fram 100 þúsund krónur þessa vikuna. Ferðamenn sem fóru í óleyfi á bíl sínum áleiðis að flugvélinni á Sólheimasandi þurftu að gera slíkt hið sama. Þá innheimtu reyndar landeigendur sjálfir peninginn.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06 Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00 Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Fundu þrjú skotvopn í skútunni við Suðureyri Skipstjóri skútunnar var handtekinn en hann var ölvaður við handtöku. 24. ágúst 2016 22:06
Ævintýrasigling til Íslands varð að martröð "Við lifðum af ísbirni, storm og nístingskulda,“ segir Paul. "Og drykkfelldan, vopnaðan skipstjóra. Eitthvað sem við áttum ekki von á að þurfa hafa áhyggjur af.“ 29. ágúst 2016 07:00
Vopnað lið lögreglu hafði afskipti af mönnum á skútu á Suðureyri Lögreglu barst tilkynning um að ágreiningur hafi orðið meðal áhafnarmeðlima um borð í skútu þar sem einn áhafnarmeðlima hafði hótað að beita skotvopni. 24. ágúst 2016 09:45