Kári: Ronaldo hafði rangt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. september 2016 10:30 Kári Árnason og félagar héldu Ronaldo í skefjum. vísir/getty Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hefja leik í undankeppni HM 2018 á mánudagskvöldið þegar þeir mæta Úkraínu fyrir framan tóman Ólympíuleikvanginn í Kænugarði. Nú er stefnan sett á að komast á HM í Rússlandi eftir að vera á meðal þjóðanna sem kepptu á EM 2016 í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið sló í gegn á EM og komst afar óvænt í átta liða úrslitin eftir að lenda í öðru sæti síns riðils og leggja England í Hreiðrinu í Nice í 16 liða úrslitum, 2-1. Þrátt fyrir árangurinn í Frakklandi telur Kári Árnason, miðvörður Íslands, að strákarnir okkar eigi mikið inni og geti spilað miklu betur en í Frakklandi.Cristiano Ronaldo var vel pirraður á móti Íslandi.vísir/gettyNiðrandi ummæli „Það er engin spurning. Ég trúi því heilshugar að við erum betri en við sýndum í flestum leikjunum á EM og undankeppnin sýndi það þar sem góð lið eins og Holland, Tyrkland og Tékkland sköpuðu ekki mörg færi á móti okkur. Á sama tíma fundum við alltaf leiðir til að skora og það sýndum við líka á EM,“ segir Kári í viðtali við heimasíðu FIFA. „Við vörðumst miklu betur sem lið í undankeppninni heldur en í lokakeppninni. Líf varnarlínunnar var auðveldara í undankeppninni en á EM. Leikurinn gegn Austurríki var til dæmis sá erfiðasti sem ég spilað á ævinni. Ef fólk heldur að svona nauðvörn sé það sem Ísland snýst um hefur það rangt fyrir sér. Við eigum mun meira í vopnabúrinu en það,“ segir Kári. Talandi um varnarleikinn. Íslenska liðið varðist af krafti strax í fyrsta leik gegn Portúgal þar sem strákarnir okkar náðu jafntefli gegn liðinu sem á endanum vann mótið. Cristiano Ronaldo, ofurstjarna Portúgals, lét miður falleg ummæli falla um íslenska liðið eftir leik en hann sagði að okkar menn myndu ekki afreka neitt á mótinu. „Það var enn sætara að ná svona langt vegna þess sem hann sagði. Þetta voru kjánaleg ummæli hjá einum besta leikmanni heims. Þetta var óþarfi og niðrandi. Hann hafði líka rangt fyrir sér. Við vorum litla liðið að spila gegn liði sem svo vann mótið og hann átti að skilja það. Þess utan skoruðum við á móti þeim og gátum skorað fleiri. Sú pæling að við vörðumst bara í 90 mínútur er ósönn,“ segir Kári Árnason.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Sjá meira