Illska snýr óvænt aftur á fjalirnar Tinni Sveinsson skrifar 2. september 2016 18:00 Verkið Illska var frumsýnt í vetur. Vegna breytinga á dagskrá Borgarleikhússins losnaði tími á litla sviði leikhússins og var því ákveðið að bjóða verkinu Illsku aftur á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhópnum Óskabörnum ógæfunnar, sem stendur að sýningunni. „Illska, sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Norðdahl, var sýnd síðasta vetur við miklar vinsældir. Gangrýnendur voru á einu máli um ágæti sýningarinnar og var hún meðal annars kölluð mikilvægasta leiksýning ársins,“ segir í tilkynningunni. „Illska hlaut sex tilnefningar til Grímunnar: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari í aðalhlutverki, leikari í aukahlutverki og danshöfundur ársins. Sýningin tekur á mikilvægum málefnum í íslensku samfélagi dagsins í dag svo sem rasisma, popúlisma og uppgangi hægri öfgaafla í heiminum. Og þar sem samfélagið er alltaf að breytast mun sýningin halda áfram að þróast og breytast líkt og hún gerði meðan hún var í sýningu.“ Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson. Leikarar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Hannes Óli Ágústsson. Leikmynd er eftir Brynju Björnsdóttur, lýsing eftir Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison. Hér fyrir neðan má sjá þegar kíkt var baksviðs í Borgarleikhúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2, rétt fyrir frumsýningu verksins. Menning Tengdar fréttir Skuggi sögunnar Þreytandi kaldhæðni ræður ríkjum í Illsku. 24. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vegna breytinga á dagskrá Borgarleikhússins losnaði tími á litla sviði leikhússins og var því ákveðið að bjóða verkinu Illsku aftur á svið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leikhópnum Óskabörnum ógæfunnar, sem stendur að sýningunni. „Illska, sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu Eiríks Norðdahl, var sýnd síðasta vetur við miklar vinsældir. Gangrýnendur voru á einu máli um ágæti sýningarinnar og var hún meðal annars kölluð mikilvægasta leiksýning ársins,“ segir í tilkynningunni. „Illska hlaut sex tilnefningar til Grímunnar: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari í aðalhlutverki, leikari í aukahlutverki og danshöfundur ársins. Sýningin tekur á mikilvægum málefnum í íslensku samfélagi dagsins í dag svo sem rasisma, popúlisma og uppgangi hægri öfgaafla í heiminum. Og þar sem samfélagið er alltaf að breytast mun sýningin halda áfram að þróast og breytast líkt og hún gerði meðan hún var í sýningu.“ Leikstjóri sýningarinnar er Vignir Rafn Valþórsson. Leikarar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sólveig Guðmundsdóttir og Hannes Óli Ágústsson. Leikmynd er eftir Brynju Björnsdóttur, lýsing eftir Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison. Hér fyrir neðan má sjá þegar kíkt var baksviðs í Borgarleikhúsinu í kvöldfréttum Stöðvar 2, rétt fyrir frumsýningu verksins.
Menning Tengdar fréttir Skuggi sögunnar Þreytandi kaldhæðni ræður ríkjum í Illsku. 24. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira