Rofinn samfélagssáttmáli Bolli Héðinsson skrifar 6. september 2016 07:00 Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um að þjóðin fái eðlilegt endurgjald fyrir afnot útgerðarmanna af fiskveiðiauðlindinni virðist oftar en ekki verða til þess að endurvekja leikþáttinn „einn voða vitlaus“. Þessi leikþáttur fer alltaf í gang hjá útgerðarmönnum og ekki síður stjórnmálamönnum þegar þjóðin vitjar réttar síns. – Hjá stjórnmálamönnum birtist hann yfirleitt í því að „kvótinn safnist á fárra hendur“ vitandi vits að það eru lög í landinu sem hindra það. Eða þá að nýliðun verði erfiðari með útboðsleið sem tryggir árlegt útboð á t.d. 10% kvótans frekar en kvótakaupum nýliða á uppsprengdu verði eins og nú tíðkast. Hjá útgerðarmönnum lýsir leikþátturinn sér aðallega í yfirlýsingum um að „ekki dugi að bjóða út allan kvótann árlega“ á meðan enginn hefur talað fyrir því heldur verði það a.m.k. til fimm eða tíu ára í senn. Eða þá hvað þjóðin eigi að vera þakklát fyrir að útgerðir greiði skatt eins og önnur fyrirtæki í landinu. Auðvitað er það sorglegt að horfa upp á vel gefna einstaklinga bregða sér í hlutverkið „einn voða vitlaus“ þegar þessir sömu einstaklingar hafa sýnt með dugnaði sínum, útsjónarsemi og aðganginum að fiskimiðunum þá hafa þeir náð að skapa sér gróða sem nemur milljörðum á milljarða ofan ár eftir ár.Aflaheimildir eru aðföng; – útgjöld en ekki skattur Vert er að hafa í huga að aflaheimildirnar sem þjóðin úthlutar árlega verður að líta á eins og hver önnur aðföng í rekstri útgerða, eins og t.d. olíu eða veiðarfæri. Þess vegna hafa tekjurnar sem þjóðinni ber af þessari eign sinni ekkert með skatta að gera heldur eru eingöngu það afgjald sem þjóðinni ber af afnotum eignar hennar. Til frekari skýringa má hugsa sér að þegar fiskiskip fer til veiða þá tekur það olíu. Olíufélagið sem seldi því olíuna spurði ekki útgerðina áður hvernig gengi, hvort útgerðin væri aflögufær og léti svo verð olíunnar ráðast af því. Olíuverðið ræðst einfaldlega á markaði. Sama hlýtur að gilda um fiskveiðiheimildirnar sem þjóðin leigir útgerðunum, þjóðin á ekki að spyrja útgerðirnar hvort þær séu aflögufærar til að greiða eitthvað fyrir þær. Verð aflaheimildanna hlýtur að ráðast af eftirspurn þeirra sem vilja fá að færa sér aflaheimildirnar í nyt, en ekki afkomu einstakra útgerða. Stjórnmálamenn sem eru andsnúnir útboði aflaheimilda hafa viðurkennt að með því að bjóða út aflaheimildir þá væri hægt að fá hæst verð fyrir þær og þar með væri þjóðin að fá mest fyrir sinn snúð. Samt sem áður vilja þeir ekki fara þá leið. Nei, þeir vilja sjálfir fá að hygla einstökum útgerðum af því að þær eru staðsettar þar sem þeim líkar eða hafa eitthvað annað til að bera sem þeim einum er þóknanlegt. – Hvers vegna á iðnverkakona í Fellahverfi að sætta sig við að hennar hluti fiskveiðiheimilda skuli ekki boðinn hæstbjóðanda sem gæti orðið til þess að öldruð móðir hennar kæmist á hjúkrunarheimili, af því að einhverjum þingmönnum finnst að útgerðarmenn, sem eru í náðinni hjá þeim, eigi að sleppa við að greiða fullt gjald? Um þetta snýst viðfangsefnið um úthlutun aflaheimilda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun