Höskuldur hjólar í Sigmund Davíð vegna skrifa hans um Reykjavíkurflugvöll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. september 2016 07:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson í þingsal. vísir/anton brink Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Höskuldur leggur út af skrifum Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í liðinni viku um Reykjavíkurflugvöll en eins og kunnugt er hefur ríkið selt Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni samkvæmt samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra gerði við þáverandi borgarstjóra skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Ýmsir hafa gagnrýnt sölu landsins og segja hana ekki standast skoðun, en þar á meðal er Sigmundur Davíð. Í grein sinni í Fréttablaðinu segist Höskuldur sammála gagnrýni vegna sölunnar á landinu en gerir „hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jónssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni,“ ritar Höskuldur. Segir þingmenn Framsóknarflokksins ekki hafa komið nálægt málinu Hann segir að ekki hafi verið um að ræða sölu af hálfu ríkisins, það er ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. „Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni,“ segir Höskuldur. Þá segir hann fullyrðingar Sigmundar Davíðs um að skilyrði hafi verið í samkomulaginu um söluna vegna landsins að horfið yrði frá því að semja um lokun neyðarbrautarinnar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar: „Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.“ Spyr hvers vegna Sigmundur Davíð hafi látið það viðgangast að samkomulagið var undirritað Höskuldur segir að lokun neyðarbrautarinnar sé í raun stærsti áfanginn í því að „bola flugvellinum í burtu,“ eins og hann orðar það. Hann segist þó enn trúa því að hægt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir lokun brautarinnar enda fer hún þvert á málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Höskuldur beinir orðum sínum að Sigmundi Davíð: „Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma.“ Höskuldur ítrekað gagnrýnt Sigmund síðustu misseriGrein Höskuldar má lesa í heild sinni hér á Vísi en eins og kunnugt er tapaði Höskuldur naumlega fyrir Sigmundi Davíð í formannskjöri flokksins fyrir þingkosningarnar 2009. Hann hefur verið nokkuð gagnrýninn á störf formannsins, ekki síst í kjölfar Panama-skjalanna. Höskuldur var til að mynda eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson taka við því embætti. Sagðist Höskuldur hafa kosið gegn tillögunni því hún teldi ekki að hún leysti neinn vanda eins og hún var lögð fram. Síðustu vikur og mánuði hefur Höskuldur síðan eflst í gagnrýni sinni á formanninn, ef svo má segja, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei kynnst viðlíka foringjadýrkun og er við lýði hjá ákveðnum hópi innan Framsóknar. Þá gagnrýndi hann Sigmund Davíð í sumar þegar formaðurinn gaf í skyn að ekkert yrði af þingkosningunum í haust. Sagði Höskuldur Sigmund setja allt í upplausn. Höskuldur er einn af þremur sem bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð til þess að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hinir frambjóðendurnir eru Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknarflokksins gagnrýnir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins harðlega í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Höskuldur leggur út af skrifum Sigmundar Davíðs í Morgunblaðinu í liðinni viku um Reykjavíkurflugvöll en eins og kunnugt er hefur ríkið selt Reykjavíkurborg land í Vatnsmýrinni samkvæmt samkomulagi sem þáverandi fjármálaráðherra gerði við þáverandi borgarstjóra skömmu fyrir Alþingiskosningarnar 2013. Ýmsir hafa gagnrýnt sölu landsins og segja hana ekki standast skoðun, en þar á meðal er Sigmundur Davíð. Í grein sinni í Fréttablaðinu segist Höskuldur sammála gagnrýni vegna sölunnar á landinu en gerir „hins vegar verulegar athugasemdir við þær ávirðingar sem óneitanlega beinast að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jónssonar, rangar söguskýringar og villandi efnistök í greininni,“ ritar Höskuldur. Segir þingmenn Framsóknarflokksins ekki hafa komið nálægt málinu Hann segir að ekki hafi verið um að ræða sölu af hálfu ríkisins, það er ríkisstjórnar Sigurðar Inga Jóhannssonar. „Eingöngu var um að ræða ákvörðun núverandi innanríkisráðherra og fjármálaráðherra sem báðir tilheyra Sjálfstæðisflokknum. Hún var framkvæmd með vísan til heimildar í fjárlögum fyrir árið 2013 sem hæstaréttarlögmaðurinn og fyrrverandi dómari í Hæstarétti, Jón Steinar Gunnlaugsson, hefur gagnrýnt fyrir þær sakir að sé ekki nægjanleg heimild fyrir sölunni heldur þurfi einnig til að koma heimild í almennum lögum. Ég er sammála gagnrýni Jóns Steinars enda hafa núverandi forsætisráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins gagnrýnt söluna harðlega. Þeir komu hins vegar hvergi að málinu þegar ákvörðunin var tekin af viðkomandi ráðherrum eins og halda mætti af því sem gefið er í skyn í greininni,“ segir Höskuldur. Þá segir hann fullyrðingar Sigmundar Davíðs um að skilyrði hafi verið í samkomulaginu um söluna vegna landsins að horfið yrði frá því að semja um lokun neyðarbrautarinnar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar: „Samkomulag fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, og Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, sem lá til grundvallar niðurstöðu Hæstaréttar um lokun brautarinnar, var undirritað á sama stað og á sama tíma og samkomulagið um Rögnunefndina, eins og myndir af atburðinum sýna svart á hvítu. Ef skilyrðið um að ekki yrðið samið um lokun brautarinnar hefði til að mynda komið fram í samningnum um Rögnunefndina, hefðu dómstólar aldrei fallist á samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar. Fullyrðingar fyrrverandi forsætisráðherra um þetta atriði eru því afar ótrúverðugar, ef ekki beinlínis rangar.“ Spyr hvers vegna Sigmundur Davíð hafi látið það viðgangast að samkomulagið var undirritað Höskuldur segir að lokun neyðarbrautarinnar sé í raun stærsti áfanginn í því að „bola flugvellinum í burtu,“ eins og hann orðar það. Hann segist þó enn trúa því að hægt sé að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir lokun brautarinnar enda fer hún þvert á málefnasamning ríkisstjórnarinnar. Höskuldur beinir orðum sínum að Sigmundi Davíð: „Af hverju fyrrverandi forsætisráðherra lét það viðgangast að samkomulagið um lokun neyðarbrautarinnar væri undirritað, beinlínis fyrir framan augun á honum, er algjörlega óútskýrt. Einnig hvers vegna ríkisstjórnin var ekki kölluð þá þegar saman og þess krafist að samkomulaginu yrði rift. Ef ekki hefði verið orðið við því hefði verið hægt að leggja fram þingmál til að ógilda samkomulagið eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar að heimilt hefði verið. Þá hefði fyrrverandi forsætisráðherra verið í lófa lagið að krefjast þess að þingmál um skipulagsvald Reykjavíkurborgar, sem allur þingflokkur Framsóknarflokksins stendur á bak við, færi í atkvæðagreiðslu, því slíkt er á hans valdi. Engar slíkar aðgerðir voru framkvæmdar þótt tækifæri hefði verið til á sínum tíma.“ Höskuldur ítrekað gagnrýnt Sigmund síðustu misseriGrein Höskuldar má lesa í heild sinni hér á Vísi en eins og kunnugt er tapaði Höskuldur naumlega fyrir Sigmundi Davíð í formannskjöri flokksins fyrir þingkosningarnar 2009. Hann hefur verið nokkuð gagnrýninn á störf formannsins, ekki síst í kjölfar Panama-skjalanna. Höskuldur var til að mynda eini þingmaður Framsóknarflokksins sem studdi ekki tillögu Sigmundar Davíðs um að hann myndi víkja sæti sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson taka við því embætti. Sagðist Höskuldur hafa kosið gegn tillögunni því hún teldi ekki að hún leysti neinn vanda eins og hún var lögð fram. Síðustu vikur og mánuði hefur Höskuldur síðan eflst í gagnrýni sinni á formanninn, ef svo má segja, en hann hefur meðal annars sagt að hann hafi aldrei kynnst viðlíka foringjadýrkun og er við lýði hjá ákveðnum hópi innan Framsóknar. Þá gagnrýndi hann Sigmund Davíð í sumar þegar formaðurinn gaf í skyn að ekkert yrði af þingkosningunum í haust. Sagði Höskuldur Sigmund setja allt í upplausn. Höskuldur er einn af þremur sem bjóða sig fram gegn Sigmundi Davíð til þess að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi. Hinir frambjóðendurnir eru Þórunn Egilsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðaustur Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00 Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Kosið verði um framtíð Reykjavíkurflugvallar Þingmenn fjögurra flokka munu leggja fram þingsályktunartillögu um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þorsteinn Sæmundsson býst við því að vera á meðal flutningsmanna. 16. ágúst 2016 07:00
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. ágúst 2016 19:40