Sigmundur Davíð: Salan í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar né fjárhagslegar forsendur sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Sigmundur segir að erfitt sé að réttlæta sölu á landi í Skerjafirði. vísir/ernir „Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér. Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ljóst má vera að sala á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði stenst hvorki lagalegar forsendur né fjárhagslegar forsendur og hún vinnur gegn því markmiði að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og öruggar samgöngur milli höfuðborgarinnar og landsins alls.“ Þetta skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra, á heimasíðu sína í dag. Hann segir að annað geti vart talist forsvaranlegt en að rifta hinum ólögmæta samningi, líkt og hann orðar það. Sú riftun myndi vonandi marka viðsnúning í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og sýna að ríkisvaldið sé reiðubúið að gera það sem þurfi til að stöðva tilraunir borgaryfirvalda tila ð fjarlægja flugvöllinn „sneið fyrir sneið“. Sigmundur Davíð er á meðal tuttugu og fimm þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að mat þingmannanna sé að það sé ekki of seint fyrir borgaryfirvöld að skipta um skoðun í málefnum flugvallarins. Sigmundur segir í pistli sínum, sem einnig birtist í Morgunblaðinu, að salan á landinu í Skerjafirði sé sérkennileg. Hún muni að óbreyttu kosta ríkið veikari stöðu í baráttunni um Reykjavíkurflugvöll og milljarða króna. Þá furðar hann sig á því hversu lágt verð hafi fengist fyrir lóðina. „[..] Berast þær óvæntu og óskemmtilegu fréttir að ríkið hafi selt Reykjavíkurborg rúmlega 110.000 fermetra land sem nú er undir suðurenda umræddrar neyðarbrautar fyrir 440 miljónir króna. Þetta er algjörlega óskiljanleg ráðstöfun eftir það sem á undan er gengið í átökum ríkisvaldsins við núverandi borgaryfirvöld um Reykjavíkurflugvöll og með hliðsjón af stöðunni sem uppi er í þeirri deilu,“ segir Sigmundur. „Þar fyrir utan er verðið fáránlega lágt fyrir svo stórt og verðmætt land. Vandfundnar eru verðmætari lóðir í Reykjavík og ekki óvarlegt að ætla að verðmæti þessarar rikiseignar nemi 8 til 10 milljörðum króna sé litið til söluverðs byggingarréttar annars staðar í borginni,“ bætir hann við. Þá muni ríkið fá að eiga einhvern hlut í þeim tekjum sem fáist af sölu byggingarréttar, en að ekki hafi komið fram hversu mikill sá hlutur verði. Sigmundur segir ekki hægt að réttlæta söluna og vísar meðal annars í orð Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrum Hæstaréttardómara, sem sagði söluna ekki standast lög. Jafnvel þó fjallað hefði verið um málið í fjárlögum þessa árs, sem ekki hafi verið gert, dygði það ekki til. Samþykkja þyrfti sérstök lög um söluna.Pistil Sigmundar má lesa í heild hér.
Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15
Vill eignarnám og skoða lengingu út í Skerjafjörð Formaður fjárlaganefndar vill að flugvallarland í Skerjafirði, sem ríkið seldi borginni, verði tekið til baka með eignarnámi. 31. ágúst 2016 19:30