Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkar umtalsvert Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2016 19:20 Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kvörtunum til Umboðsmanns Alþingis fækkaði í fyrra miðað við árið þar á undan. Embættið tók ekki upp nein mál að eigin frumkvæði á síðasta ári en fær aukna fjárveitingu til að sinna slíkum málum á næsta ári. Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í dag og kynnti ársskýrslu sína fyrir árið í fyrra. Eitt af því sem lesa má úr skýrslunni er að almenningur leitaði í vaxandi mæli til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins. Enda er umboðsmaður fyrst og fremst trúnaðarmaður almennings gagnvart framkvæmdavaldinu. 439 mál voru skráð hjá Umboðsmanni Alþingis á síðasta ári en kvörtunum fækkaði um 11 prósent frá árinu á undan og náði embættið þriðja árið í röð að afgreiða fleiri mál en bárust því og vinna þannig upp eldri mál. Þótt embættið hafi ekki tekið upp ný mál í fyrra að eigin frumkvæði lauk frumkvæðismálum frá árinu þar á undan. „Það er auðvitað alltaf þannig að það eru einstök mál sem verða örðum fremur umtalsefni í samfélaginu. Við fjölluðum í byrjun árs 2015 um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Það mál var mjög umtalað í fjölmiðlum. Síðan var mál sem laut að málefnum Fiskistofu,“ segir Tryggvi.Kvörtunum fjölgaði mikið eftir hrun Megin tími embættis umboðsmanns fer hins vegar í að sinna erindum frá almenningi vegna samskipta fólks við stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið í heild sinni. Og það er greinilegt að almenningur leitaði meira til umboðsmanns eftir hrun efnahagslífsins eins og sést á fjölda þeirra erinda sem voru felld niður eftir að leiðréttingar eða skýringar höfðu fengist frá stjórnvöldum. En þau fóru úr 83 árið 2007 í 184 þegar mest var árið 2012. „Þegar þessi mál komu til okkar var mjög áberandi álagið sem var í stjórnsýslunni á þeim tíma. Það var kannski reynt að afgreiða mál með hraði. Ekki gætt nægjanlega að því að útskýra fyrr borgurunum hvers vegna niðurstaðan hafi orðið þessi og í mörgum tilvikum tókst okkur með samskiptum og samráði við stjórnvöld að fá fram þessar skýringar og koma þeim í réttan farveg. Núna hefur orðið breyting á þessu. Það er í færri tilvikum sem þetta á við sem bendir þá til þess að álagið sé að minnka líka,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður hefur í gegnum tíðina af eigin frumkvæði hafið rannsókn mála til að mynda á embættisfærslum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í embætti innanríkisráðherra en engin ný frumkvæðismál voru á síðasta ári.Er embættinu sniðinn of þröngur stakkur í þeim efnum? „Það er ljóst að í kjölfar þessarar holskeflu sem við fengum í fjölgun kvartana að við þurftum að gera ráðstafanir. Embættið er ekki stórt og við fengum ekki auknar fjárveitingar til að ráða fleiri starfsmenn. Þar af leiðandi ákvað ég að leggja áherslu á að afgreiða kvartanirnar og það hefur tekist bærilega. Nú er hins vegar að skapast lag og ég vona að við getum í auknum mæli sinnt þessum frumkvæðismálum,“ segir umboðsmaður. Tólf manns vinna hjá embætti umboðsmanns Alþingis sem fær 18 milljónir til frumkvæðismála á næsta ári. „Þetta eftirlit umboðsmanns er stór liður í aðhaldi þingsins með framkvæmdavaldinu. Því þær niðurstöður sem umboðsmaður kemst að eru afhentar þinginu og það er þá þingsins að taka afstöðu,“ segir Tryggvi Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira