Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Sæunn Gíslason skrifar 7. september 2016 07:00 Tveir af hverjum þremur erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands sumarið 2014 skoðuðu náttúruperlurnar Gullfoss og Geysi. vísir/vilhelm Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Áskoranir eru fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem náttúran er takmörkuð auðlind og ekkert bendir til þess að vöxtur í ferðaþjónustu muni dragast saman á komandi árum. Því þarf að finna leið til að bæði hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Sé ekkert gert verður stöðnun eða hnignun í fjölgun ferðamanna. Þetta er mat efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Ný greining sviðsins, Komið þið fagnandi Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir, verður kynnt á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í dag. Í greiningunni er lagt til að gjaldtaka verði frjáls fyrir virðisaukandi þjónustu.Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins.mynd/sa„Þetta er hagkvæmasta leiðin bæði til þess að þeir greiði sem njóta og greiði fyrir uppbyggingu staðanna sem þeir eru að njóta, og eins er þetta náttúruvernd að geta stýrt aðgangi á þá,“ segir Óttar Snædal, einn höfunda greiningarinnar. „Það er gott að bregðast við áður en í óefni stefnir. Upplifun ferðamanna á Íslandi er ennþá mjög góð og þeir fara mjög sáttir frá landinu. En engu að síður þá er einhver hluti ferðamanna sem finnst of troðið á ferðamannastöðum. Það gefur augaleið að ef þessi fjölgun heldur áfram þá þarf að bregðast við, bæði til að tryggja góða upplifun ferðamanna og til að vernda þessar náttúruperlur,“ segir Óttar. Í greiningunni eru færð rök fyrir því að gjaldtaka sé eina lausnin sem uppfyllir bæði skilyrði um tekjur og fjöldatakmörkun. Komugjald og gistináttagjald myndu afla ríkissjóði tekna, en myndu engin áhrif hafa á aðsókn á ferðamannastaði. Náttúrupassi myndi einnig afla tekna en ekki stýra ágangi á landsvæði. Tilkoma hans myndi ekki stýra flæði ferðamanna frá stöðum sem væru undir of miklu álagi. Í greiningunni segir að möguleiki til gjaldtöku hvetji til markaðssóknar, uppbyggingar og skapi um leið tekjur fyrir þjóðarbúið þegar ferðamenn sem njóta landsins greiða fyrir það. Að mati efnahagssviðsins lítur ferðaþjónusta á Íslandi vel út en glímir við vaxtarverki. Frjáls gjaldtaka væri liður í að takmarka aðgengi og skila tekjum til landeigenda, sem og að tryggja upplifun ferðamanna. Aðrir kostir eru sameiginlegur sjóður fyrir staði sem henta illa til gjaldtöku.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00 Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Talsmaður landeigenda eftir dóm Hæstaréttar: „Enginn að hugsa um náttúruna, bara rassgatið á sjálfum sér“ Hæstaréttur segir að landeigendum í Reykjahlíð sé óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. 11. febrúar 2016 21:00
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Reynisfjöru Áætlað er að gjaldið muni standa straum af kostnaði við uppbyggingu á svæðinu. 11. apríl 2016 14:32