Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins sögð viðbjóður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 07:00 Stefnuskrá Frelsisflokks Geerts Wilders er sögð viðbjóðsleg og hann sagður ala á ótta. Frelsisflokkurinn mælist þó með mest fylgi í Hollandi. vísir/afp Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“