Bandarískir ferðamenn sagðir sækja til Íslands öryggisins vegna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2016 11:15 Ferðum bandarískra ferðamanna til Frakklands hefur fækkað. Vísir/Vilhelm/Getty Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins. Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Frakkland hefur löngum verið vinsælasti áfangastaður bandarískra ferðamanna en eftir hryðjuverkaárásirnar þar í landi á síðasta ári hafa bandarískir ferðamenn í auknum mæli beint ferðum sínum á staði sem taldir eru vera öruggir. Ísland er sagt vera eitt af þeim löndum sem hagnist á því. „Ísland er sjóðandi heitt,“ segir Jack S. Ezon, framkvæmdastjóri bandarískrar ferðaskrifstofu. „Fólk telur það vera öruggan stað vegna þess að það er svo fjarri skarkala alheimsins.“ Fjallað er ítarlega um ferðahegðun bandarískra ferðamanna á vef New York Times þar sem kemur fram að Frakkland sé ekki lengur vinsælasti áfangastaður Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásirnar á síðasta ári. Þeir beini ferðum sínum nú til annarra Evrópulanda sem teljist öruggari. Ber þar helst að nefna Ítalíu, Spán og Írland og þá séu Norðurlöndin að koma sterk inn.Sjá einnig:Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu„Heilt yfir hefur áhuginn á norðurslóðunum, til Noregs og Íslands, haldið áfram að aukast,“ segir Barbara Banks hjá ferðaskrifstofunni Wilderness Travel sem sérhæfir sig í norðurljósaferðum. „Það gæti verið vegna þess að ferðamenn óttast hryðjuverkaógnina en það gæti einnig verið vegna þess að fólk er að uppgötva þessa áfangastaði.“ Mikil aukning hefur verið á komu bandarískra ferðamanna til landsins undanfarin ár í takt við aukinn ferðamannastraum hingað til landsins. Talið er að aukið framboð flugferða hafi mikil áhrif en Bandaríkjamenn stoppa oft á Íslandi á leið sinni yfir hafið til Evrópu. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu koma nífalt fleiri ferðamann frá Bandaríkjunum til landsins í ár en árið 2010. Voru þeir um 107 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins.
Ferðamennska á Íslandi Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00 Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00 Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14 Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. 30. ágúst 2016 07:00
Hryðjuverk fæla ferðamenn á aðrar slóðir Hryðjuverkin í Evrópu síðustu misseri hafa haft töluverð áhrif á ferðamennsku í álfunni. Mun færri hafa heimsótt bæði París og Brussel í sumar, en þrátt fyrir það sýna ferðamenn vaxandi áhuga á því að heimsækja hverfið sem kallað hefur verið útungunarstöð hryðjuverkamanna í Evrópu. 23. ágúst 2016 20:00
Mikil fækkun ferðamanna í París Ferðamenn voru um einni milljón færri á fyrri hluta þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. 23. ágúst 2016 13:14
Ísland enn á ný friðsælasta ríki heimsins Ísland hefur verið efst á lista Institute for Economics and Peace yfir friðsælustu ríki heims frá árinu 2011. 9. júní 2016 10:35