Bókunum fækkar vegna hryðjuverka í Evrópu Sæunn Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París. Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ferðabókunum til landa á borð við Tyrkland og Frakkland, sem hafa lent í hryðjuverkaárásum á síðastliðnu ári, fer verulega fækkandi. BBC greinir frá því að spáð sé að bókanir til Tyrklands milli september og desember á árinu verði 52 prósentum færri en á sama tímabili árið áður. Því er spáð að á sama tímabili muni bókunum til Frakklands fækka um tuttugu prósent. Rannsóknir benda til þess að ferðamenn sæki til Spánar, Ítalíu og Portúgals í stað Tyrklands og Frakklands. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði flugsætum frá Bretlandi til Spánar um 19 prósent samanborið við sama tímabil árið áður, og um tólf prósent til Portúgals. Erlendum farþegum hefur fækkað um 5,4 prósent í Frakklandi milli ára, og um 7,5 prósent í París, þar sem hryðjuverkaárásir voru gerðar bæði í janúar og nóvember árið 2015. Bókunum til Tyrklands hefur fækkað um fimmtán prósent milli ára vegna nokkurra hryðjuverkaárása og tilraunar til valdaráns. Á hinn bóginn virðast ferðamenn vera að leita til Túnis aftur eftir að alþjóðlegum farþegum fækkaði um 39,4 prósent á síðasta ári í kjölfar mannskæðra hryðjuverkaárása þar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira