Hví eru stjórnvöld hér neikvæð gagnvart öldruðum? Björgvin Guðmundsson skrifar 8. september 2016 07:00 Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Margir undrast það hve neikvæð stjórnvöld hér eru gagnvart eldri borgurum. Þessu er á annan veg farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð í garð aldraðra og leitast við að fylgjast með því á hvern hátt þau geti létt undir með lífsbaráttu þeirra. Hér standa stjórnvöld gegn kjarabótum aldraðra eins lengi og þau telja það nokkurn kost. Það má eiginlega segja að neyða verði stjórnvöld hér til þess að veita öldruðum sjálfsagðar og eðlilegar kjarabætur í takt við launahækkanir launþega. Grunnlífeyrir er þrefalt hærri í grannlöndum okkar en hér. Og heildarlífeyrir er miklu hærri í nágrannalöndum okkar. Þá þekkjast þar ekki þessar miklu tekjutengingar, sem hér eru. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 fór ég sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík á fund formanna allra þingflokka stjórnmálaflokkanna og ræddi við þá um kjaramál aldraðra. Með mér í för voru 2-3 fulltrúar kjaranefndar. Fundir þessir gengu nokkuð vel. Stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi voru áberandi jákvæðari gagnvart erindi okkar um kjarabætur. Leiddu viðræður okkar við þá til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn tóku upp í stefnuskrár sínar 2013 ýmsar óskir kjaranefndar um kjarabætur aldraðra. Hreyfingin tók erindi okkar svo vel, að Margrét Tryggvadóttir, þingmaður flokksins, flutti þingmál í samræmi við okkar óskir. Það náði þó ekki fram að ganga. En björninn var ekki unninn þó Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tækju mikilvæg kjaramál eldri borgara upp í stefnuskrár sínar. Við í kjaranefndinni fögnuðum þessu en gleði okkar stóð ekki lengi. Umræddir flokkar stóðu ekki við fyrirheit þau, sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum í stefnuskrám sínum. Þeir hafa ekkert gert í því að efna mikilvægasta fyrirheitið, þ.e. að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans. Hitt fyrirheitið var að afturkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Þar var um 6 atriði að ræða. Aðeins 3 þeirra hafa verið afturkölluð og í rauninni aðeins 2, þar eð eitt rann úr gildi af sjálfu sér. Það var tímabundið. Það er verkefni sálfræðinga að rannsaka hvers vegna stjórnmálamenn og ráðamenn hér hafa neikvæða afstöðu til eldri borgara. Það getur hver maður séð, að kjör þeirra lífeyrisþega, sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum, eru óásættanleg. Það væri einnig eðlilegt og rökrétt að stjórnvöld og stjórnmálamenn væru jákvæð í garð eldri borgara vegna þess hve mikið eldri kynslóðin hefur gert til þess að skapa það þjóðfélag, sem við búum í. Vonandi verður breyting á.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar