Grasrótarpólítík að kvikna? Ögmundur Jónasson skrifar 8. september 2016 07:00 Þegar ég hóf langskólanám undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, voru námslánin enn lágt hlutfall af framfærslukostnaði. Flest, ef ekki öll, áttum við á þeim árum aðgang að mikilli launavinnu yfir sumarmánuðina. Fæstir unnu með náminu á sjálfum námstímanum. En með þessu tvennu, námslánum þótt lág væru og mikilli sumarvinnu, tókst okkur að kljúfa kostnaðinn enda byggðu lög sem sett voru árið 1967 á því „að opinber aðstoð við námsmenn nægi þeim til þess að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu þeirra til fjáröflunar“. Það er ekki fyrr en seinna, þegar endurgreiðslubyrðarnar höfðu verið þyngdar á lántakandann, að námsfólk fer að vinna með náminu og þá til þess að sleppa við að taka lán yfirleitt. Námsmenn úr hæstu tekjuhópum samfélagsins hafa svo alltaf getað staðið utan allra kerfa með því að teygja sig ofan í vasa foreldranna.Grafið undan góðu kerfi En hvað um það, sæmilega réttlátt kerfi með lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum þróaðist á þessum árum. Þetta var á tímum róttækrar vinstri stefnu í grasrótinni – hvort sem var utan skólanna eða innan. Smám saman skilaði barátta námsmanna hærra lánshlutfalli. Fyrst í stað voru lánin óverðtryggð og reyndist verðbólgan við þær aðstæður himnasending fyrir lántakandann því lánin gufuðu upp og urðu þar með nánast að ígildi námsstyrkja. Síðan var farið að verðtryggja og svo aftur þrengja afborgunarskilmála með hærri vöxtum og með því að draga úr tekjutengingum afborgana. Þá fór að síga á ógæfuhliðina. Smiðshöggið á þessa óheillavegferð vill núverandi ríkisstjórn reka með nýju lánasjóðsfrumvarpi sínu þar sem tekjutengdar afborganir eru hreinlega afnumdar. Þessi þróun er ágætlega rakin í prýðilegri greinargerð sem fylgir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og er hún nánast það eina sem gott má sjá í því þingmáli.Varasöm stúdentapólitík Sannast sagna brá mér við hamaganginn í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðastliðið vor þegar reynt var að knýja á um afgreiðslu frumvarpsins með hraði. Kom þá upp í hugann að hægri sinnaðir stúdentar hafa verið sigursælir í kosningum í HÍ undanfarin ár. Þetta ætti að minna stúdenta á að pólitíkin innan veggja menntastofnana getur skipt máli. Eflaust hefur eitthvað farið framhjá mér af málflutningi vinstri sinnaðra stúdenta en ég hef þó saknað þess að hafa ekki heyrt meira frá þeim á róttækum pólitískum nótum. Í stúdentapólitíkina sem víðar þykir mér vanta átökin. Hvers vegna segi ég það? Ég segi það vegna þess að með peningafrjálshyggjuna í öndvegi tíðarandans eins og nú gerist, verða án kröftugrar mótspyrnu, allar félagslegar umbætur liðinna ára rifnar niður og eyðilagðar. Og það sem meira er, ef við ætlum að þoka þjóðfélaginu áfram til félagslegra umbóta þá kallar það á enn meiri baráttu og miklu meiri baráttu. Menn þurfa með öðrum orðum að svitna.Kröftugur málflutningur birtist En vonandi eru betri tímar framundan. Nefni ég til marks um það bráðgóðar, vekjandi og málefnalegar blaðagreinar sem birtast nú hver á fætur annarri um málefni námsmanna. Ég nefni til dæmis greinar Málfríðar Guðnýjar Kolbeinsdóttur og Óskars Steins Ómarssonar í Fréttablaðinu á dögunum. Ég ætla ekki að fjölyrða um inntak þessara greina hér en þær fjalla um félagslegar hliðar á námslánakerfinu og mikilvægi þess að eyðileggja ekki þá þætti kerfisins, sem enn eru til staðar og stuðla að því að fólki í tekjulægri hluta samfélagsins verði auðveldað að stunda langskólanám. Ég hvet lesendur til að kynna sér þessar greinar en þær eru aðgengilegar á netinu.Þurfum meiri vinstri pólitík – alls staðar Námslánakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki í samfélaginu. Sem slíkt má nota það til að jafna lífsgæðin. En það má líka nota það til að auka á misskiptinguna, sem tæki ójöfnuðar. Hin sögulega úttekt á þróun námslánakerfisins sem fylgir frumvarpi menntamálaráðherra er fróðleg upprifjun. Sá, kafli sem núverandi ríkisstjórn vill skrifa með umræddu lagafrumvarpi, verður vonandi aldrei skrifaður. Svo bíð ég þess spenntur að sjá hver verða átakamálin í stúdentapólitíkinni næst þegar námsmenn kjósa. Vonandi mun skíðloga í grasrótinni þar á bæ. Það myndi vita á gott um framtíðarþróun stjórnmálanna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar ég hóf langskólanám undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, voru námslánin enn lágt hlutfall af framfærslukostnaði. Flest, ef ekki öll, áttum við á þeim árum aðgang að mikilli launavinnu yfir sumarmánuðina. Fæstir unnu með náminu á sjálfum námstímanum. En með þessu tvennu, námslánum þótt lág væru og mikilli sumarvinnu, tókst okkur að kljúfa kostnaðinn enda byggðu lög sem sett voru árið 1967 á því „að opinber aðstoð við námsmenn nægi þeim til þess að standa straum af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu þeirra til fjáröflunar“. Það er ekki fyrr en seinna, þegar endurgreiðslubyrðarnar höfðu verið þyngdar á lántakandann, að námsfólk fer að vinna með náminu og þá til þess að sleppa við að taka lán yfirleitt. Námsmenn úr hæstu tekjuhópum samfélagsins hafa svo alltaf getað staðið utan allra kerfa með því að teygja sig ofan í vasa foreldranna.Grafið undan góðu kerfi En hvað um það, sæmilega réttlátt kerfi með lágum vöxtum og tekjutengdum afborgunum þróaðist á þessum árum. Þetta var á tímum róttækrar vinstri stefnu í grasrótinni – hvort sem var utan skólanna eða innan. Smám saman skilaði barátta námsmanna hærra lánshlutfalli. Fyrst í stað voru lánin óverðtryggð og reyndist verðbólgan við þær aðstæður himnasending fyrir lántakandann því lánin gufuðu upp og urðu þar með nánast að ígildi námsstyrkja. Síðan var farið að verðtryggja og svo aftur þrengja afborgunarskilmála með hærri vöxtum og með því að draga úr tekjutengingum afborgana. Þá fór að síga á ógæfuhliðina. Smiðshöggið á þessa óheillavegferð vill núverandi ríkisstjórn reka með nýju lánasjóðsfrumvarpi sínu þar sem tekjutengdar afborganir eru hreinlega afnumdar. Þessi þróun er ágætlega rakin í prýðilegri greinargerð sem fylgir frumvarpi ríkisstjórnarinnar, og er hún nánast það eina sem gott má sjá í því þingmáli.Varasöm stúdentapólitík Sannast sagna brá mér við hamaganginn í Stúdentaráði Háskóla Íslands síðastliðið vor þegar reynt var að knýja á um afgreiðslu frumvarpsins með hraði. Kom þá upp í hugann að hægri sinnaðir stúdentar hafa verið sigursælir í kosningum í HÍ undanfarin ár. Þetta ætti að minna stúdenta á að pólitíkin innan veggja menntastofnana getur skipt máli. Eflaust hefur eitthvað farið framhjá mér af málflutningi vinstri sinnaðra stúdenta en ég hef þó saknað þess að hafa ekki heyrt meira frá þeim á róttækum pólitískum nótum. Í stúdentapólitíkina sem víðar þykir mér vanta átökin. Hvers vegna segi ég það? Ég segi það vegna þess að með peningafrjálshyggjuna í öndvegi tíðarandans eins og nú gerist, verða án kröftugrar mótspyrnu, allar félagslegar umbætur liðinna ára rifnar niður og eyðilagðar. Og það sem meira er, ef við ætlum að þoka þjóðfélaginu áfram til félagslegra umbóta þá kallar það á enn meiri baráttu og miklu meiri baráttu. Menn þurfa með öðrum orðum að svitna.Kröftugur málflutningur birtist En vonandi eru betri tímar framundan. Nefni ég til marks um það bráðgóðar, vekjandi og málefnalegar blaðagreinar sem birtast nú hver á fætur annarri um málefni námsmanna. Ég nefni til dæmis greinar Málfríðar Guðnýjar Kolbeinsdóttur og Óskars Steins Ómarssonar í Fréttablaðinu á dögunum. Ég ætla ekki að fjölyrða um inntak þessara greina hér en þær fjalla um félagslegar hliðar á námslánakerfinu og mikilvægi þess að eyðileggja ekki þá þætti kerfisins, sem enn eru til staðar og stuðla að því að fólki í tekjulægri hluta samfélagsins verði auðveldað að stunda langskólanám. Ég hvet lesendur til að kynna sér þessar greinar en þær eru aðgengilegar á netinu.Þurfum meiri vinstri pólitík – alls staðar Námslánakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki í samfélaginu. Sem slíkt má nota það til að jafna lífsgæðin. En það má líka nota það til að auka á misskiptinguna, sem tæki ójöfnuðar. Hin sögulega úttekt á þróun námslánakerfisins sem fylgir frumvarpi menntamálaráðherra er fróðleg upprifjun. Sá, kafli sem núverandi ríkisstjórn vill skrifa með umræddu lagafrumvarpi, verður vonandi aldrei skrifaður. Svo bíð ég þess spenntur að sjá hver verða átakamálin í stúdentapólitíkinni næst þegar námsmenn kjósa. Vonandi mun skíðloga í grasrótinni þar á bæ. Það myndi vita á gott um framtíðarþróun stjórnmálanna í landinu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun