Segir tillögur í fíkniefnamálum fela í sér litlar breytingar Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2016 20:15 Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, gefur ekki mikið fyrir tillögur nefndar á vegum heilbrigðisráðherra, sem leggur til að fíkniefnaneytendur verði sektaðir en ekki fangelsaðir fyrir neysluskammta. Heilbrigðisráðherra segir tillögurnar áfanga að breyttri stefnu í fíkniefnamálum. Á undanförnum áratugum hafa íslensk stjórnvöld í raun og veru tekið þátt í því blóðuga alþjóðlega stríði sem háð hefur verið gegn fíkniefnum. Til stóð til að mynda að gera Ísland fíkniefnalaust árið 2000 en flestir vita hvernig það fór. Nefnd undir formennsku Borgars Þórs Einarssonar skilaði heilbrigðisráðherra nýverið skýrslu um breyttar áherslur í fíkniefnamálum. Þar er m.a. lagt til að neytendur fíkniefna verði ekki dæmdir til fangelsisvistar fyrir að bera á sér neysluskammta heldur sektað. Björt telur tillögur nefndarinnar breyta litlu. „En vel að merkja það á ekki að sekta fólk eins og mig sem velur sér áfengi sem sinn vímugjafa. Bara hina sem velja sér önnur vímuefni og bera þau á sér,“ sagði Björt í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Tillaga nefndarinnar fæli því ekki í sér neina stefnubreytingu heldur staðfestingu á núverandi framkvæmda fíkniefnalöggjafarinnar. Í tillögum nefndarinnar sé einnig lögð mikil áhersla á skaðaminnkun vegna fíkniefna en flestar tillögurnar gengju ekki nógu langt. „Og ég beini því þess vegna til ráðherra að upplýsa okkur um það hér hvernig þetta tvennt fari saman í hans huga; hvernig sektar maður fólk út úr fíkn,“ spurði Björt. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, minnti á að Alþingi hefði markað ákveðna stefnu í þessum málum með þingsályktunartillögu sem hafi falið honum að kanna möguleika á stefnubreytingu í fíkniefnamálum. Nú hafi skýrsla nefndar um málið verið lögð fyrir þingið. „Ég bíð sem sagt eftir umræðunni hér í þinginu um þessar tillögur sem þarna koma fram. Þær eru tólf ef ég man rétt. Áður en einhver afstaða er tekin. Ég er að skila af mér verki og skal glaður taka þá umræðu við háttvirtan þingmann sem og aðra hér þegar að þeirri umræðu kemur,“ sagði Kristján. Vonandi gæti sú umræða farið fram sem fyrst enda hefði Alþingi lýst vilja sínum til breyttra áherslna í þessum málum. „Það er löngu kominn tími til í mínum huga að breyta um starfsaðferðir. Breyta um viðhorf. Fara að vinna meira með þessi mál meira sem heilbrigðismál frekar en glæpastarfsemi , það sem snýr að fíklum. Þar er stærsta viðhorfsbreytingin,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira