Þarf að borga tvöfalt til að berja Bieber augum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. september 2016 07:00 Rut Þorsteinsdóttir notar ekki hjólastól dagsdaglega en hefur ekki þrótt í langar ferðir eða heila tónleika án hans. vísir/stefán Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Aðstoðarmanneskja Rutar Þorsteinsdóttur, konu með CP-fötlun, fær ekki að fylgja henni á tónleika Justins Bieber nema að keyptur sé sérstakur miði fyrir hana. Rut þarf því að kaupa tvo miða til að komast á tónleikana. Síðari tónleikar kanadíska popparans í Kópavogi fara fram í kvöld. Áætlað er að nærri 40.000 gestir verði á tvennum tónleikunum. „Þetta er afar hamlandi fyrir mig og þýðir að ég þarf að borga rúmlega þrjátíu þúsund krónur til að komast á tónleikana,“ segir Rut. Þegar Rut og fjölskylda hennar ræddu við Senu fengust þau svör að ekkert væri hægt að gera, ef Rut vildi fara á tónleikana þyrfti hún að kaupa annan miða.Sjá einnig:Mismunun tónleikagesta Víða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, er sá háttur hafður á að aðstoðarmenn þroska- eða hreyfihamlaðra fái að fara með á tónleikana í fylgd með tónleikagestinum án sérstakrar greiðslu. Síðastliðinn vetur var Rut til að mynda í samskiptum við skipuleggjendur Eurovision og hefði hún látið verða af því að fara til Stokkhólms hefði aðstoðarmaðurinn fylgt með. CP-fötlun hefur stundum verið kölluð heilalömun á íslensku. Sjúkdómurinn er ein algengasta tegund hreyfihömlunar. irtingarmynd hans er afar mismunandi. Sumir sem glíma við hann þroskast næstum eðlilega en aðrir þurfa aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. „Ég þarf til dæmis ekki að nota hjólastól en ég hef ekki þrótt til að ganga lengi eða standa heila tónleika án aðstoðar,“ segir Rut. Af þeim sökum er hún ekki með liðveislu frá sveitarfélagi sínu eða aðstoðarmann í gegnum NPA. Slíkir aðstoðarmenn fá kostnað af tónleikum endurgreiddan. Á stærri tónleikum er að finna sérstakan pall fyrir einstaklinga með fötlun. Rut segir mjög misjafnt hvar slíkur pallur er staðsettur. „Þegar við fórum á Justin Timberlake var pallurinn alveg aftast í salnum. Ég kann betur við aðstöðuna í Laugardalshöllinni. Þar er pallurinn á milli stæðisins og stúkunnar og að auki eru stólar fyrir fylgdarmennina. Aðstaðan þar er betri en þar þarftu einnig að borga fyrir aðstoðarmanneskjuna,“ segir Rut. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20 Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44 Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Bros á hverju andliti í Kórnum Ungir sem aldnir eru að upplifa kvöld sem verður vafalítið eftirminnilegt. 8. september 2016 21:20
Telja Bieber hafa verið að „mæma“ Justin Beiber tók 20 lög á tónleikunum og stóðu þeir yfir í um einn og hálfan klukktíma. 8. september 2016 22:44
Bieber tók hokkíkylfurnar með, leigði Skautahöllina en mætti svo ekki Söngvarinn tók höllina á leigu frá klukkan 21 í gærkvöldi en færa þurfti til æfingu hjá hóp stúlkna sem æfa listdans á skautum. 8. september 2016 13:39
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent