Mismunun tónleikagesta Rut Þorsteinsdóttir skrifar 9. september 2016 08:15 Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Í mínum huga er það óumdeilanlegt að tilfinninganleg upplifun fylgir því að hlusta á tónlist. Hver sú upplifun er, og hversu sterk hún verður, ræðst aftur á móti af ýmsum ólíkum þáttum bæði persónulegum og úr umhverfinu. Einstaklingurinn þróar með sér tónlistarsmekk sem er persónubundinn en um leið getur hann sameinað og skapað félagslega einingu. Við notum oft tónlist til að hafa áhrif á tilfinningar okkar, endurspegla þær eða miðla þeim. Hvort sem það er reiði eða ofsakæti, fögnuður eða söknuður. Tónlist er því í eðli sínu samskiptaform. Lifandi tónlistarflutningur er einstakur fyrir margra hluta sakir. Með honum getur skapast einstakt andrúmsloft á milli flytjanda og hlustenda. Upplifunin af tónlistinni verður þá enn sterkari fyrir vikið. Í kjölfar hinna miklu tæknibreytinga sem hafa orðið í miðlun tónlistar hefur tónlistarhlustun aukist gífurlega. Lítið mál er að nálgast tónlist með því að hlaða henni niður af veraldarvefnum á stafrænu formi og vista til afspilunar síðar meir af snjallsíma. Þessum breyttu aðstæðum hafa margir tónlistarmenn svarað með auknu framboði á lifandi tónlistarflutningi. Til að fara á tónleika hjá helstu átrúnaðargoðum sínum eru margir, óháð aldri, tilbúnir til að leggja allt í sölunnar. Að fá að berja augum, og taka þátt í algleymi fjölmennra tónleika, fræga listamenn sem hafa jafnvel komið um langan veg til að skemmta er eitthvað sem greipist í minni manns. Upplifun og tilfinning sem að þú mannst alla tíð. Og enn minnistæðara er það ef um heimsfræga listamenn er að ræða sem að þú hefur fylgst lengi með. Þá fer allt lífið að snúast um að komast á þennan tiltekna viðburð. Ég er með meðfædda CP fötlun og þarf því að nota hjólastól. Til þess að geta sótt tónleika þarf ég á aðstoðarmanneskju að halda. Á stærri tónleikum hérlendis eru oftast sérstök svæði fyrir hjólastóla og gert ráð fyrir aðstoðarmanneskju. Í nágrannlöndum okkar, Danmörk og Svíþjóð, kaupirðu einn miða á tónleika á hjólastólasvæði óháð því að þurfa aðstoð. Til að sannreyna þetta snéri ég mér til Stockolm Globe Arenas í aðdraganda Eurovision keppninnar 2016. Og mikið rétt, einn miði fyrir einn tónleikagest – óháð því hvar hann situr. Í kvöld sæki ég tónleika stjórstjörnunnar Justin Bieber. Þá þarf ég að kaupa einn miða fyrir mig og annan fyrir aðstoðarmanneskju mína en það gera 32.000 krónur í stað 16.000. Þeir sem eru í forsvari fyrir tónleikahúsin vísa á tónleikahaldarana og segja að þetta sé þeirra ákvörðun að rukka fatlaða tvöfalt. Líklega óttast tónleikahaldarar tekjumissi og að fatlaðir einstaklingar hópist á tónleikana með aðstoðarfólk sem hefði annars sótt þá. Í mínum tilfelli hefur aðstoðarmanneskjan ekki áhuga eða smekk fyrir tónlistinni og er eingöngu að fylgja mér. Kannski finnst ófötluðu fólki þetta eðlilegir viðskiptahættir en mér finnst þetta mismunun. Þetta er ekki mitt val. Það er ekkert sem að ég þrái frekar en að fara tónleika og upplifa þá - án aðstoðar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun