Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 08:35 Úr dómssal í morgun. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson sem var forstjóri bankans í Lúxemborg. Vísir/GVA Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53