Allir sakborningar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings mættir í Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2016 08:35 Úr dómssal í morgun. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Magnús Guðmundsson sem var forstjóri bankans í Lúxemborg. Vísir/GVA Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Málflutningur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fyrir Hæstarétti hófst klukkan átta í morgun. Um er að ræða eitt umfangsmesta efnahagsbrotamál sem komið hefur til kasta dómstóla hér á landi en alls eru níu manns ákærðir í málinu, ýmist fyrir markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Allir sakborningar eru í sal 1 í Hæstarétti og er því þétt setið á bekkjum dómsalarins. Á meðal ákærðu eru æðstu stjórnendur Kaupþings fyrir hrun, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, og Ingólfur Helgason sem var forstjóri bankans á Íslandi. Þremenningarnir hlutu allir óskilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní 2015. Þá hlutu þeir Einar Pálmi Sigmundsson, Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson skilorðsbundna dóma en Bjarki Dieogo var dæmdur í fangelsi. Björk Þórarinsdóttir var sýknuð í málinu. Ákveðnum ákæruliðum á hendur Magnúsi Guðmundssyni, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var vísað frá, en hann var sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.Sjá einnig: Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Meint markaðsmisnotkun í málinu snýst annars vegar um mikil kaup eigin viðskipta Kaupþings á hlutabréfum í bankanum og hins vegar um nokkrar stórar sölur á hlutabréfum í Kaupþingi til þriggja eignarhaldsfélaga, Holt, Mata og Desulo. Að mati ákæruvaldsins voru mikil kaup eigin viðskipta til þess fallin að hægja á eða koma í veg fyrir lækkun hlutabréfaverðs í Kaupþingi. Bankinn þurfti síðan að selja bréfin því stjórnendur vildu ekki fara yfir flöggunarmörk sem voru 5 prósent. Það voru því fundnir álitlegir kaupendur að bréfunum og þeim komið út af veltubók bankans. Telur saksóknari því að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku, þar sem ekki hafi verið raunverulegar viðskiptalegar forsendur fyrir þeim. Á söluhliðinni var svo einnig ákært fyrir lánveitingar bankans vegna kaupanna sem voru að fullu fjármögnuð af Kaupþingi sem tók svo veð í eigin bréfum fyrir lánunum. Vill saksóknari meina að lánveitingarnar séu umboðssvik.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53 Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 27. júlí 2015 16:53