Staða ungs fólks hefur versnað Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. september 2016 20:15 Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi. Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Unga kynslóðin á Íslandi hefur það mun verr en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum og staða hennar er jafnframt lakari en ungu kynslóðarinnar í öðrum vestrænum ríkjum, samkvæmt nýrri skýrslu. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir brýnt að skapa vel launuð störf fyrir ungt fólk til að þjóðin missi það ekki úr landi. Í skýrslunni sem fjármálaráðherra lét gera að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar um svo kallaða kynslóðareikninga kemur fram að unga kynslóðin hafi almennt dregist aftur úr í tekjum síðustu áratugina en þeir sem eru yfir fimmtugu hafa það betur nú en sama kynslóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af stöðu fólks á aldrinum 20 til 35 ára á Íslandi. „Skýrslan staðfestir áhyggjur okkar af því að aldamótakynslóðin, unga fólkið okkar, það býr við verri kjör heldur en kynslóðirnar á undan. Það er ekki bara út af himinháu húsnæðisverði, heldur hafa þau líka dregist aftur úr í tekjum,“ segir Helgi.VísirÍ skýrslunni eru vísbendingar um að ferill ævitekna einstaklinga sé að breytast í þá átt að fólk byrji almennt með lægri tekjur nú en áður, en tekjurnar aukist síðan hraðar með hærri aldri og hækkunin vari lengur. Fólk nái því hámarkstekjum eldra en áður var. Helgi segir þróunina hættulega. „Það gerist meira eftir því sem ójöfnuður vex í samfélaginu. Af því að ójöfnuðu vex líka á milli kynslóðanna um leið og hann vex almennt út í samfélaginu. Þess vegna leggur þetta svo ríkar skyldur á okkur að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu því þannig verjum við hag unga fólksins best. Á myndinni hér að ofan sést að ráðstöfunartekjur fólks á aldrinum 25-29 ára hafa lækkað næst mest á eftir ráðstöfunartekjum yngsta hópsins á Ítalíu. Helgi segir nauðsynlegt að bregðast við þessar alvarlegu stöðu. „Við þurfum stórátak í húsnæðismálum og ég vona að þetta hjálpi til við það. Við þurfum líka breytta atvinnupólitík. Við þurfum að skapa vel launuð störf fyrir menntað ungt fólk sem byggir á þekkingu. Vegna þess að þar náum við í þau verðmæti sem að geta skapað lífskjör til að fá þau til að vilja vera hér áfram. Við viljum ekki missa unga fólkið okkar úr landi.
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira