Afkoma Arion banka undir væntingum Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2016 17:29 Arion Banki. Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“ Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Í tilkynningu frá bankanum segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion, að afkoma bankans fyrstu sex mánuði sé undir væntingum. Grunnrekstur bankans hafi gengið ágætlega en ytri aðstæður hafi verið óhagstæðar. Nefnir hann að fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, hafi verið undir væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. „Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi,“ segir Höskuldur í tilkynningunni sem má lesa í heild hér fyrir neðan: Hagnaður Arion banka á fyrri helming ársins 2016 nam 9,8 milljörðum króna samanborið við 19,3 milljarða króna á sama tímabili 2015. Arðsemi eigin fjár var 9,5% samanborið við 22,8% fyrir sama tímabil árið 2015. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á fyrri helming ársins 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi nam 2,8% samanborið við 9,8% á fyrri helming ársins 2015.Heildareignir námu 1.035,0 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.011,0 milljarða króna í árslok 2015 og eigið fé hluthafa bankans nam 199,2 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 192,8 milljarða króna í árslok 2015. Efnahagur bankans er sterkur og lögð hefur verið áhersla á trygga lausafjárstöðu í aðdraganda afnáms fjármagnshafta.Eiginfjárhlutfall bankans í lok júní var 27,8% en var 24,2% í árslok 2015. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 26,8% samanborið við 23,4% í árslok 2015. Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka:„Afkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins er undir væntingum. Grunnrekstur bankans gekk engu að síður ágætlega á tímabilinu en ytri aðstæður voru um margt óhagstæðar. Góður vöxtur var í útlánum, sérstaklega til fyrirtækja en lán bankans til fyrirtækja hafa aukist um 8% frá áramótum og hreinar vaxtatekjur aukast um 11%. Arion banki er vel búinn undir þær breytingar sem afnámi hafta fylgja, með traustan efnahag og sterka lausafjárstöðu.Aðstæður á fjármálamörkuðum á tímabilinu voru bankanum óhagstæðar. Þannig eru fjármagnstekjur, aðrar en sala Valitor á hlutabréfum í Visa Europe, undir okkar væntingum og er bókfært umtalsvert tap af hlutabréfaeign bankans í skráðum félögum. Arion banki sá um allar nýskráningar í kauphöll á árinu 2015 en engar skráningar hafa átt sér stað á þessu ári og hefur það áhrif á þóknanatekjur bankans. Rekstrarkostnaður eykst og munar þar mest um hærri launakostnað, fyrst og fremst vegna kjarasamninga. Talsverð fjölgun starfsfólks í kjölfar aukinna umsvifa hefur þar einnig áhrif, ekki síst nýtt útibú Arion banka á Keflavíkurflugvelli sem var opnað í maí og er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þar teljum vera góð sóknarfæri. Starfsfólki fjölgar einnig í Valitor þar sem áfram er fjárfest í vexti á erlendum vettvangi.Arion banki hefur verið leiðandi íslenskra banka á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í nýrri fjármögnun. Í apríl gaf bankinn út öðru sinni skuldabréf í evrum til breiðs hóps fjárfesta á umtalsvert hagstæðari kjörum en fyrra skuldabréfið sem var gefið út fyrir um ári síðan. Þessar útgáfur hafa verið mjög vel heppnaðar og gengi þeirra á eftirmarkaði hefur sýnt að eftirspurn eftir útgáfu bankans er umtalsverð. Bankinn hefur sömuleiðis gefið út sértryggð skuldabréf og víxla á íslenska markaðnum sem hefur verið vel tekið.“
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira