Arna Stefania Guðmundsdóttir, úr FH, varð í dag Norðurlandameistari í 400 metra grindahlaupi í undir 23 ára og yngri, en keppt var í Finnlandi.
Hún hljóp 400 metrana á 56,08 sekúndum. Tíminn fleytir henni inn á heimsmeistaramótið í London næsta sumar og er þetta einnig undir Ólympíulágmarki.
Þetta er næstbesti árangur íslenskrar konu og met í flokki 20-22 ára stúlkna, en Guðrún Arnardóttir er sú eina sem á betri árangur á þessari leiktíð.
Hún hefur átt frábært ár og unnið hver gullverðlaunin á fætur öðrum í þeim keppnum sem hún hefur tekið þátt í.
Hilmar Örn Jónsson lenti í öðru sæti í sleggjukasti á sama móti, en hann kastaði 66,15 metra.
Arna Stefanía Norðurlandameistari
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn

Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti







Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
