Fyrirtæki í eigu Trump skulda yfir 76 milljarða Birta Svavarsdóttir skrifar 21. ágúst 2016 17:17 Donald Trump. Vísir/Getty Fyrirtæki í eigu Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, skulda samtals yfir 76 milljarða íslenskra króna. Trump hefur í kosningabaráttu sinni farið mikinn í að tala um eigið ágæti sem viðskiptamaður og segist á ferli sínum hafa grætt milljónir dollara og sé fullkomlega laus við skuldir. Fjallað er ítarlega um málið í rannsókn á vegum New York Times sem birtist í gær. Rannsókin leiddi einnig í ljós að meðal fjárfesta í fyrirtækjum Trump eru stofnanir sem hann hefur opinberlega talað gegn í kosningabaráttu sinni. Þar mætti helst nefna Seðlabanka Kína, sem Trump hefur sagt vera eina stærstu ógn sem stafi að fjármálaumhverfi Bandaríkjanna í dag, og Goldman Sachs, fjárfestingabanka sem hann hefur ásakað um að stjórna mótframbjóðanda sínum, Hillary Clinton. Þá kemur einnig fram að mikil leynd ríki yfir persónulegum fjármálum Trump. Til dæmis hefur forsetaframbjóðandinn neitað að gefa upp eigið skattframtal, og einnig lagst gegn því að hlutlaus aðili meti eignir hans. Sem forseti myndi Trump hafa talsverð völd þegar kæmi að fjármála- og skattalöggjöf Bandaríkjanna, en þannig gæti hann haft bein áhrif á eigið viðskiptaveldi. Þá gæti hann einnig haft áhrif á lög sem tengjast beint hans eigin fé, sem og eiga í samskiptum við lönd sem hann á í persónulegu viðskiptasambandi í. Donald Trump Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Donald Trump, forsetaefnis Repúblikana í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum, skulda samtals yfir 76 milljarða íslenskra króna. Trump hefur í kosningabaráttu sinni farið mikinn í að tala um eigið ágæti sem viðskiptamaður og segist á ferli sínum hafa grætt milljónir dollara og sé fullkomlega laus við skuldir. Fjallað er ítarlega um málið í rannsókn á vegum New York Times sem birtist í gær. Rannsókin leiddi einnig í ljós að meðal fjárfesta í fyrirtækjum Trump eru stofnanir sem hann hefur opinberlega talað gegn í kosningabaráttu sinni. Þar mætti helst nefna Seðlabanka Kína, sem Trump hefur sagt vera eina stærstu ógn sem stafi að fjármálaumhverfi Bandaríkjanna í dag, og Goldman Sachs, fjárfestingabanka sem hann hefur ásakað um að stjórna mótframbjóðanda sínum, Hillary Clinton. Þá kemur einnig fram að mikil leynd ríki yfir persónulegum fjármálum Trump. Til dæmis hefur forsetaframbjóðandinn neitað að gefa upp eigið skattframtal, og einnig lagst gegn því að hlutlaus aðili meti eignir hans. Sem forseti myndi Trump hafa talsverð völd þegar kæmi að fjármála- og skattalöggjöf Bandaríkjanna, en þannig gæti hann haft bein áhrif á eigið viðskiptaveldi. Þá gæti hann einnig haft áhrif á lög sem tengjast beint hans eigin fé, sem og eiga í samskiptum við lönd sem hann á í persónulegu viðskiptasambandi í.
Donald Trump Tengdar fréttir Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48 Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Clinton með töluvert forskot á Trump Um 23 prósent kjósenda sögðust hvorki vilja kjósa Clinton né Trump. 19. ágúst 2016 19:48
Trump hristir hressilega upp í kosningaliði sínu Kellyanne Conway, sérfræðingur í skoðanakönnunum, hefur verið skipuð kosningastjóri framboðsins. 17. ágúst 2016 10:52
Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00
Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53