Nýtti reynslu sína frá úrslitaleik Íslands 2008 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2016 06:00 Ólympíumeistarar Dana. vísir/anton Þrír þjálfarar, þrenn verðlaun. Ísland átti verðuga fulltrúa í handboltakeppnum Ólympíuleikanna. Þó svo að tveir hafi ekki komið liðum sínum í úrslitaleikinn tókst þeim báðum að yfirvinna vonbrigði tapsins í undanúrslitunum og vinna hinn erfiða leik um bronsverðlaunin. Guðmundur Guðmundsson toppaði þá báða með því að stýra danska liðinu alla leið til gullverðlauna í gærkvöldi og finna leiðir til að enda sigurgöngu Frakka á Ólympíuleikunum. Sigurganga Frakka hófst fyrir átta árum þegar þeir unnu Guðmund og strákana hans í íslenska landsliðinu í úrslitaleik á ÓL í Peking. Nú var hins vegar ekkert silfur gulli betra. Guðmundur ætlaði ekki að tapa aftur fyrir Frökkum í gullleik á Ólympíuleikunum. Hann talaði um það eftir undanúrslitaleikinn og sýndi það síðan í verki með frábærlega upplögðum leik þar sem Danir unnu tveggja marka sigur á Frökkum, 28-26, eftir að hafa komist mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Danir hafa keppst við að gagnrýna Guðmund eftir að danska liðinu tókst ekki að vinna verðlaun á fyrstu tveimur stórmótum hans en þeir hljóta að elska hann núna. Guðmundi tókst að búa til samstilltan og einbeittan hóp og allt í einu mættu Danir hungraðir og grimmir í úrslitaleik eftir að hafa verið ansi draugalegir í mörgum úrslitaleikjum síðustu árin. „Ég upplifði úrslitaleik fyrir átta árum og ég notaði mína reynslu virkilega til þess að undirbúa liðið núna. Það hjálpaði mér," sagði Guðmundur og hann breytti útaf venjunni og sýndi ekki myndbönd á lokafundi fyrir leik. Guðmundur fagnaði gríðarlega með lærisveinum sínum í leikslok og skiljanlega. Nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum fær hann að kynnast þeirri tilfinningu að verða Ólympíumeistari þótt að hann nú ekki fengið neinn verðlaunapening um hálsinn. Hann tapaði úrslitaleik 2008, var með efni í Ólympíumeistaralið 2012 en nú kom hann liði sínu efst á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum.Vísir/AntonStærsta stundin á ferlinum „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég talaði um það að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hann talaði trúna í sína menn. Hann notaði líka sjö menn í sókninni í upphafi leiks. „Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því var að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allavega útreiknuð áhætta,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hafði kynnst því að tapa svona leik og nú mætti hann til að taka gullið. „Fyrir mig persónulega þá er þetta það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli sem þjálfari og hann er að verða nokkuð langur,“ sagði Guðmundur. Danska liðið hafði ekki spilað um verðlaun á fyrstu stórmótum hans. „Ég held að það sé ekki hægt að fara í gegnum harðari skóla heldur en ég er búinn að fara í gegnum á þessum tveimur árum. Það er ekki mögulegt," sagði Guðmundur. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfi, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga,“ sagði Guðmundur.Vísir/AntonSorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta,“ sagði Guðmundur. Hann fékk ekki verðlaunapening ekki frekar en í Peking 2008. „Það er mjög sorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn. Eigum við ekki að segja að minningin og það að vera hluti af þessu og sjá stoltur leikmennina það sé númer eitt,“ svaraði Guðmundur sem hefur enga tilfinningu um það hvernig Danirnir taka honum núna. Hann er líka með framtíðarlið í höndunum. „Þetta er tiltölulega ungt lið og það eru miklir möguleikar í stöðunni," sagði Guðmundur. Íslenskir þjálfarar eru nú handhafar fjögurra af þeim sex titlum sem keppt er um á stórmótum landsliða í karla og kvennaflokki. Það er bara Ólympíutitill kvenna sem Þórir missti í Ríó og heimsmeistaratitill Frakka sem unnust ekki með íslenskum þjálfurum. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Sjá meira
Þrír þjálfarar, þrenn verðlaun. Ísland átti verðuga fulltrúa í handboltakeppnum Ólympíuleikanna. Þó svo að tveir hafi ekki komið liðum sínum í úrslitaleikinn tókst þeim báðum að yfirvinna vonbrigði tapsins í undanúrslitunum og vinna hinn erfiða leik um bronsverðlaunin. Guðmundur Guðmundsson toppaði þá báða með því að stýra danska liðinu alla leið til gullverðlauna í gærkvöldi og finna leiðir til að enda sigurgöngu Frakka á Ólympíuleikunum. Sigurganga Frakka hófst fyrir átta árum þegar þeir unnu Guðmund og strákana hans í íslenska landsliðinu í úrslitaleik á ÓL í Peking. Nú var hins vegar ekkert silfur gulli betra. Guðmundur ætlaði ekki að tapa aftur fyrir Frökkum í gullleik á Ólympíuleikunum. Hann talaði um það eftir undanúrslitaleikinn og sýndi það síðan í verki með frábærlega upplögðum leik þar sem Danir unnu tveggja marka sigur á Frökkum, 28-26, eftir að hafa komist mest fimm mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Danir hafa keppst við að gagnrýna Guðmund eftir að danska liðinu tókst ekki að vinna verðlaun á fyrstu tveimur stórmótum hans en þeir hljóta að elska hann núna. Guðmundi tókst að búa til samstilltan og einbeittan hóp og allt í einu mættu Danir hungraðir og grimmir í úrslitaleik eftir að hafa verið ansi draugalegir í mörgum úrslitaleikjum síðustu árin. „Ég upplifði úrslitaleik fyrir átta árum og ég notaði mína reynslu virkilega til þess að undirbúa liðið núna. Það hjálpaði mér," sagði Guðmundur og hann breytti útaf venjunni og sýndi ekki myndbönd á lokafundi fyrir leik. Guðmundur fagnaði gríðarlega með lærisveinum sínum í leikslok og skiljanlega. Nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum fær hann að kynnast þeirri tilfinningu að verða Ólympíumeistari þótt að hann nú ekki fengið neinn verðlaunapening um hálsinn. Hann tapaði úrslitaleik 2008, var með efni í Ólympíumeistaralið 2012 en nú kom hann liði sínu efst á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum.Vísir/AntonStærsta stundin á ferlinum „Ég er búinn að tala mikið við leikmennina og við horfðum ekki svo mikið á myndbönd núna. Ég talaði um það að nota tækifærið því tækifærið er núna. Það er ekki eftir fjögur ár eða í næstu stórkeppni. Tækifærið er núna, við ætlum að taka það og fara alla leið," sagði Guðmundur og hann talaði trúna í sína menn. Hann notaði líka sjö menn í sókninni í upphafi leiks. „Við vorum með ákveðinn hroka að byrja leikinn sjö á móti sex. Það sem við vorum að gera með því var að sýna að okkur er alvara hérna og við þorum að taka áhættu. Ef við getum kallað þetta áhættu þá er þetta allavega útreiknuð áhætta,“ sagði Guðmundur. Guðmundur hafði kynnst því að tapa svona leik og nú mætti hann til að taka gullið. „Fyrir mig persónulega þá er þetta það stærsta sem ég hef upplifað á mínum ferli sem þjálfari og hann er að verða nokkuð langur,“ sagði Guðmundur. Danska liðið hafði ekki spilað um verðlaun á fyrstu stórmótum hans. „Ég held að það sé ekki hægt að fara í gegnum harðari skóla heldur en ég er búinn að fara í gegnum á þessum tveimur árum. Það er ekki mögulegt," sagði Guðmundur. „Ég hef verið trúr mínu þrátt fyrir að ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir varnarleikinn. Ég hef alltaf trúað á leikkerfi, hugmyndafræðina og á þessa taktík. Ég hef unnið áfram með hana og ég hef barist við marga,“ sagði Guðmundur.Vísir/AntonSorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn „Ég hef verið gagnrýndur mikið fyrir þetta en ég hef alltaf haldið mínu striki. Það er fyrir mig ákveðinn sigur að sýna fram á þetta,“ sagði Guðmundur. Hann fékk ekki verðlaunapening ekki frekar en í Peking 2008. „Það er mjög sorglegt að fá aldrei verðlaunapeninginn. Eigum við ekki að segja að minningin og það að vera hluti af þessu og sjá stoltur leikmennina það sé númer eitt,“ svaraði Guðmundur sem hefur enga tilfinningu um það hvernig Danirnir taka honum núna. Hann er líka með framtíðarlið í höndunum. „Þetta er tiltölulega ungt lið og það eru miklir möguleikar í stöðunni," sagði Guðmundur. Íslenskir þjálfarar eru nú handhafar fjögurra af þeim sex titlum sem keppt er um á stórmótum landsliða í karla og kvennaflokki. Það er bara Ólympíutitill kvenna sem Þórir missti í Ríó og heimsmeistaratitill Frakka sem unnust ekki með íslenskum þjálfurum.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Sjá meira