Textíliðnaðurinn er sá mengaðasti Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 23. ágúst 2016 11:45 Halla Hákonardóttir er mjög umhverfisvæn og vinnur undir formerkjum "slow fashion“. vísir/Ernir Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“ Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ég fór loksins að einbeita mér að því sem mér þykir skemmtilegast að gera, eftir að ég hryggbrotnaði í sumar. Ég varð að hætta að vinna, og þá myndaðist svigrúm til að skapa,“ segir Halla Hákonardóttir fatahönnuður en hún opnaði nýlega heimasíðu, þar sem hún selur hönnun sína Halla • Zero. Halla er mjög umhverfisvæn og vinnur eftir formerkjum „slow fashion“ sem í meginatriðum gengur út á að hægja á framleiðsluferlinu og einbeita sér að gæðum fremur en fjölda flíka. „Hugmyndin að Halla • Zero, fatamerkinu kviknaði eftir að ég las doktorsritgerð eftir Timo Rissanen, prófessor í Parsons school of design, um „zero waste fashion design“. Þar rannsakaði hann textílúrgang og hvað færi mikið til spillis þegar efnið er klippt niður í flíkur, en fjórtán prósent af efninu fara beint í ruslið og eru oftast ekki endurnýtt, þar sem framleiðslan er of hröð til að gefinn sé tími í það. Út frá því ákvað ég að prófa mig áfram og nýta þessa aðferðafræði í mína línu og þróa eigið „zero waste“ fatamerki,“ segir Halla og bætir við að hún hafi lengi pælt í því hvaða leið hún gæti farið til að vera sem mest umhverfisvæn.Halla gerði myndaþátt um Halla • Zero fatalínuna ásamt Donnu Tzaneva. Mynd/Donna Tzaneva„Textíliðnaðurinn er nefnilega einn sá mengaðasti. Zero fashion er svo í raun partur af „slow fashion“-hreyfingunni en þar er áherslan á að ekkert efni fari til spillis í framleiðslunni,“ segir hún. Halla er frekar ung en hefur verið viðloðandi fatahönnun undanfarin ár. Hún útskrifaðist frá The Swedish school of textiles í fyrra og segir líf sitt hafa tekið algjöra u-beygju eftir að hún slasaðist. „Ég fór mikið að spá í því hvað líkami manns er mikið musteri. Ef hann er ekki í lagi breytist líf manns alveg, þetta er eitthvað sem maður hugsar kannski ekki um þegar maður er alveg heilbrigður og tekur sem sjálfsögðum hlut. Lífið er svo stutt, maður veit aldrei hvað getur gerst á morgun. Ég ákvað að einbeita mér að því sem ég elska, og fór á fullt í fatamerkið mitt,“ segir Halla. Á heimasíðu Höllu, Hallazero.com, gefst fólki tækifæri til að fylgjast með vinnuferlinu á bak við hönnunina. „Mér finnst persónulega áhugavert að fá smá innsýn inn í það hvernig hönnuðir vinna,“ segir Halla sem hefur í nægu að snúast þessa dagana. „Ég er að skipuleggja nýjan myndaþátt fyrir Halla • Zero með fleiri flíkum sem ekki hafa litið dagsins ljós, bæta við vörum í vefbúðina sem er að þróast í takt við „slow fashion“-hreyfinguna og það verður að sjálfsögðu mikið af íslenskri náttúru í jafnvægi við fötin.“
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“