Hope Solo sett í sex mánaða bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2016 09:26 Hope Solo hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár. vísir/getty Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
Bandaríska knattspyrnusambandið hefur sett markvörðinn Hope Solo í sex mánaða bann vegna ummæla hennar eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríska liðið tapaði umræddum leik í vítaspyrnukeppni og eftir hann gagnrýndi Solo leikstíl sænska liðsins og sagði að það væri samansafn af skræfum. Ummæli Solo féllu í grýttan jarðveg en meðal þeirra sem gagnrýndu þau voru Megan Rapinoe, samherji hennar í bandaríska liðinu, og Sunil Gulati, forseti bandaríska knattspyrnusambandsins. „Ummæli Hope Solo eftir leikinn gegn Svíþjóð á Ólympíuleikunum 2016 voru óásættanleg og ekki takt við það sem við krefjumst af okkar landsliðsfólki,“ sagði Gulati í fréttatilkynningu. Í henni segir einnig að bannið sem Solo fékk tengist einnig gömlum syndum markvarðarins.Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem er 35 ára, hefur verið einn besti markvörður heims undanfarin ár og hjálpað bandaríska landsliðinu að vinna heimsmeistaratitil og til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum. Auk þess að sýna frábæra frammistöðu inni á vellinum hefur Solo verið dugleg að koma sér í fréttirnir fyrir atvik utan hans. Í júní 2014 var hún handtekin vegna ásakana um að hafa beitt hálfsystur sína og frænda ofbeldi. Í fyrra var Solo svo sett í 30 bann af bandaríska knattspyrnusambandinu eftir að hún og eiginmaður hennar, Jerramy Stevens, voru stoppuð í bíl bandaríska landsliðsins á leið til Los Angeles. Eiginmaðurinn var drukkinn undir stýri og sat inni í þrjá daga. Solo hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin en ljóst er að þeir verða ekki fleiri á næstunni.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira