Sigurður Ingi: Þingfundir hugsanlega út september Jóhann Óli Eiðsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 25. ágúst 2016 14:01 Umræður um fjarveru þingmanna, skort á málum og óvissu um starfsáætlun þingsins einkenndu þingfund dagsins. Meðal þess sem var á dagskrá var óundirbúinn fyrirspurnartími auk sérstakrar umræðu um uppboð á aflaheimildum. Annan daginn í röð var fátt um þingmenn stjórnarinnar í þingsal. Þar mátti finna fjóra ráðherra ríkisstjórnarinnar auk þriggja þingmanna úr stjórnarflokkunum. Aðrir voru fjarverandi, ýmist erlendis eða uppteknir á fundum í kjördæmum sínum. Þingfundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnartíma eftir að nokkrir þingmenn höfðu lagt orð í belg um fundarstjórn forseta. Forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra voru til andsvara. Flestum fyrirspurnunum var beint til forsætisráðherra.Grundvallarsýn Framsóknar gæti glatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var fyrst upp í pontu og spurði um afstöðu Framsóknarflokksins til frekari einkavæðingar, meðal annars grunnheilbrigðisþjónustu og samgöngukerfi landsins. „Það sem ég er að spyrja um er grundvallarsýn Framsóknarflokksins í þessu máli, hvað sá flokkur telur um grunnþjónustu á borð við heilsugæsluna, hver eigi að vera grunnstefnan í þeim málum, ekki einhver sérstök undantekningartilvik, hver eigi að vera grunnstefnan í samgöngumálum landsmanna, ekki afmarkaðar framkvæmdir þar sem aðrar leiðir eru í boði svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín. „Grundvallarsýn Framsóknarmanna er sú að við viljum markaðskerfi á Íslandi, blandað hagkerfi þar sem einkarekstur einstaklinga blómstrar en líka í samstarfi við aðra, í samvinnurekstri, í félagsrekstri,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. „Grundvallarsýn framsóknarmanna er alveg skýr og ég gæti glaður komið hér upp og lesið upp úr henni daginn út og daginn inn. Ég held að það mundi bara gleðja þingmenn og vera gagnlegt fyrir þá að hlusta á.“Ljóst að fundir gætu staðið út september Næstu fyrirspurnir snerust um starfsáætlun þingsins og hvort ekki væri von á fleiri málum inn á gólf þingsins. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vék meðal annars máli að því að þingmenn væru hálfverklausir og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, kvartaði yfir því að ekki myndi liggja fyrir áætlun um það hvenær mál myndu rata til þingsins. Í svari við fyrirspurn Óttarrs sagði Sigurður Ingi að það kæmi honum á óvart að Óttarr talaði aðeins um þriggja vikna þing. Það hefði legið ljóst fyrir að fundað yrði „fram í september, hugsanlega út september og lengur ef þurfa þykir með þeirri niðurstöðu að kjósa í lok október“. Það hefði alltaf verið vitað.Stærstur hluti þingstarfa fer fram í nefndum Eftir að óundirbúnum fyrirspurnum lauk stóð til að hefja sérstaka umræðu um uppboð á aflaheimildum. Það dróst um hálftíma eftir að þingmenn kváðu sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Það hafa engar forsendur breyst, forseti. Hér hefur verið unnið vel en á sama tíma gerist það núna í óundirbúnum fyrirspurnatíma að hæstvirtur forsætisráðherra, sem er forustumaður framkvæmdarvaldsins, lætur eins og starfsáætlun Alþingis sé einskis virði, sé ekki pappírsins virði. Hann kemur hingað inn og tilkynnir Alþingi það og forseta þar á meðal að til standi að funda hér einhverjum vikum saman eftir að starfsáætlun Alþingis er lokið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, meðal annars. „Ég verð að lýsa mjög mikilli furðu á þeim málflutningi sem haldið hefur verið á lofti í þinginu undanfarna daga, að það sé ekkert að gerast í þinginu. Það vita allir að stærsti hluti þingstarfanna fer fram í nefndum. Það eru margir tugir mála í nefndum. Þar á meðal afnám gjaldeyrishafta og þau nýju mál sem við höfum lagt inn og varða húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Málin eru í umsagnarferli og önnur stór mál eru þar. Sum eru nýkomin aftur inn í þingið. Það að ekki sé stífur þingfundur á hverjum einasta degi er ekkert vandamál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þingfundi lauk tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst. Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07 Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Umræður um fjarveru þingmanna, skort á málum og óvissu um starfsáætlun þingsins einkenndu þingfund dagsins. Meðal þess sem var á dagskrá var óundirbúinn fyrirspurnartími auk sérstakrar umræðu um uppboð á aflaheimildum. Annan daginn í röð var fátt um þingmenn stjórnarinnar í þingsal. Þar mátti finna fjóra ráðherra ríkisstjórnarinnar auk þriggja þingmanna úr stjórnarflokkunum. Aðrir voru fjarverandi, ýmist erlendis eða uppteknir á fundum í kjördæmum sínum. Þingfundurinn hófst á óundirbúnum fyrirspurnartíma eftir að nokkrir þingmenn höfðu lagt orð í belg um fundarstjórn forseta. Forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra voru til andsvara. Flestum fyrirspurnunum var beint til forsætisráðherra.Grundvallarsýn Framsóknar gæti glatt Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var fyrst upp í pontu og spurði um afstöðu Framsóknarflokksins til frekari einkavæðingar, meðal annars grunnheilbrigðisþjónustu og samgöngukerfi landsins. „Það sem ég er að spyrja um er grundvallarsýn Framsóknarflokksins í þessu máli, hvað sá flokkur telur um grunnþjónustu á borð við heilsugæsluna, hver eigi að vera grunnstefnan í þeim málum, ekki einhver sérstök undantekningartilvik, hver eigi að vera grunnstefnan í samgöngumálum landsmanna, ekki afmarkaðar framkvæmdir þar sem aðrar leiðir eru í boði svo dæmi sé tekið,“ sagði Katrín. „Grundvallarsýn Framsóknarmanna er sú að við viljum markaðskerfi á Íslandi, blandað hagkerfi þar sem einkarekstur einstaklinga blómstrar en líka í samstarfi við aðra, í samvinnurekstri, í félagsrekstri,“ sagði forsætisráðherrann meðal annars. „Grundvallarsýn framsóknarmanna er alveg skýr og ég gæti glaður komið hér upp og lesið upp úr henni daginn út og daginn inn. Ég held að það mundi bara gleðja þingmenn og vera gagnlegt fyrir þá að hlusta á.“Ljóst að fundir gætu staðið út september Næstu fyrirspurnir snerust um starfsáætlun þingsins og hvort ekki væri von á fleiri málum inn á gólf þingsins. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vék meðal annars máli að því að þingmenn væru hálfverklausir og Birgitta Jónsdóttir, Pírati, kvartaði yfir því að ekki myndi liggja fyrir áætlun um það hvenær mál myndu rata til þingsins. Í svari við fyrirspurn Óttarrs sagði Sigurður Ingi að það kæmi honum á óvart að Óttarr talaði aðeins um þriggja vikna þing. Það hefði legið ljóst fyrir að fundað yrði „fram í september, hugsanlega út september og lengur ef þurfa þykir með þeirri niðurstöðu að kjósa í lok október“. Það hefði alltaf verið vitað.Stærstur hluti þingstarfa fer fram í nefndum Eftir að óundirbúnum fyrirspurnum lauk stóð til að hefja sérstaka umræðu um uppboð á aflaheimildum. Það dróst um hálftíma eftir að þingmenn kváðu sér hljóðs um fundarstjórn forseta. „Það hafa engar forsendur breyst, forseti. Hér hefur verið unnið vel en á sama tíma gerist það núna í óundirbúnum fyrirspurnatíma að hæstvirtur forsætisráðherra, sem er forustumaður framkvæmdarvaldsins, lætur eins og starfsáætlun Alþingis sé einskis virði, sé ekki pappírsins virði. Hann kemur hingað inn og tilkynnir Alþingi það og forseta þar á meðal að til standi að funda hér einhverjum vikum saman eftir að starfsáætlun Alþingis er lokið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, meðal annars. „Ég verð að lýsa mjög mikilli furðu á þeim málflutningi sem haldið hefur verið á lofti í þinginu undanfarna daga, að það sé ekkert að gerast í þinginu. Það vita allir að stærsti hluti þingstarfanna fer fram í nefndum. Það eru margir tugir mála í nefndum. Þar á meðal afnám gjaldeyrishafta og þau nýju mál sem við höfum lagt inn og varða húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Málin eru í umsagnarferli og önnur stór mál eru þar. Sum eru nýkomin aftur inn í þingið. Það að ekki sé stífur þingfundur á hverjum einasta degi er ekkert vandamál,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Þingfundi lauk tæpum tveimur tímum eftir að hann hófst.
Alþingi Tengdar fréttir Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07 Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Breytingar á stjórnarskránni lagðar fram Forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnarskránni. 25. ágúst 2016 11:07
Fyrirspurnaflóð yngsta þingmannsins á lokadögum þingsins Yngsti kjörni þingmaður Íslandssögunnar, Jóhanna María Sigmundsdóttir, situr ekki auðum höndum síðustu daga sína sem þingmaður. 24. ágúst 2016 21:00