Fyrsti atvinnumannabardagi Sunnu í næsta mánuði: „Ég er himinlifandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. ágúst 2016 12:30 Sunna berst eftir tæpan mánuð. Sunna Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni, tekur þátt í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í Kansas City þann 23. september á bardagakvöldinu INVICTA 19. Sunna undirritaði fyrr á þessu ári fjölbardagasamning við hið virta bardagasamband Invicta Fighting Championships í Bandaríkjunum. Hún varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gerast atvinnumaður í blönduðum bardagalistum/MMA. „Ég er himinlifandi að það sé loksins búið að festa bardaga. Ég er búin að vera að bíða eftir þessu í langan tíma og ég er tilbúin í þetta að öllu leyti. Ég hef ekki barist opinberlega síðan á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í október í fyrra og þess vegna er mig farið að klæja í fingurna, eða öllu heldur hnúana,“ segir Sunna. Andstæðingur Sunnu, Ashley Greenway, nýtur talsverðrar virðingar innan íþróttarinnar þó svo að hennar atvinnuferill sé tiltölulega nýhafinn. Hún á tólf áhugabardaga að baki, átta sigra og fjögur töp. Hennar fyrsti atvinnubardagi fór fram í mars á þessu ári og hann vann hún eftir dómaraákvörðun. Sunnu og Ashley eru báðar 31 árs gamlar, eru báðar með grunn úr Muay-Thai og eru báðar með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu-Jitsu.Sunna er frábær bardagamaður.Ashley er bandarísk og er meðlimur í Revolution MMA bardagaklúbbnum sem er staðsettur í Spartanburg, Suður Karólínu. Hennar helsti æfingafélagi er glímukonan og ólympíuverðlaunahafinn Sara McMann sem flestir unnendur MMA ættu að kannast við úr UFC. Má því gera fastlega ráð fyrir því að Ashley sé öflug glímukona. „Ég veit ekki mikið um andstæðing minn, enda hef ég aldrei lagt mikið upp úr því að vita mikið um mína andstæðinga. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að vera með sjálfa mig á hreinu. Ég hef aldrei verið í betra formi, enda hef ég varið öllum mínum tíma í að æfa og undirbúa mig.” Talsverður munur er á MMA áhugamanna og atvinnumanna. Loturnar eru lengri, fimm mínútur í stað þriggja, en einnig er regluverkið töluvert rýmra. Fleiri högg eru leyfileg og færri hlífar.„Það sem ég er spenntust fyrir er sennilega það að ég megi loksins nota Muay-Thai grunninn minn almennilega. Reglurnar í atvinnumannabardögum henta bardagastílnum mínum miklu betur. Ég hef verið þolinmóð að bíða eftir þessu tækifæri og ég get varla beðið eftir að fá að sýna heiminum hvers megnug ég er.” Rétt tæplega mánuður er þar til Sunna stígur í búrið. Lokaundirbúningur fyrir bardagann er því í fullum gangi. „Þar sem þetta er minn fyrsti atvinnubardagi þá er undirbúningurinn harðari og agaðri en ég hef vanist. Annarsvegar þá er mataræðið mjög strangt og hinsvegar þá er æfingaplanið mjög þétt. Það er í raun ekkert sem ég geri annað en að æfa, borða og sofa, en mér finnst þetta æðislegt. Það er ekkert sem ég myndi frekar vilja gera. Þetta er draumurinn minn og ég er að láta hann rætast.” MMA Tengdar fréttir Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Sunna Davíðsdóttir, bardagakona úr Mjölni, tekur þátt í sínum fyrsta atvinnumannabardaga í Kansas City þann 23. september á bardagakvöldinu INVICTA 19. Sunna undirritaði fyrr á þessu ári fjölbardagasamning við hið virta bardagasamband Invicta Fighting Championships í Bandaríkjunum. Hún varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að gerast atvinnumaður í blönduðum bardagalistum/MMA. „Ég er himinlifandi að það sé loksins búið að festa bardaga. Ég er búin að vera að bíða eftir þessu í langan tíma og ég er tilbúin í þetta að öllu leyti. Ég hef ekki barist opinberlega síðan á Evrópumeistaramótinu sem fram fór í október í fyrra og þess vegna er mig farið að klæja í fingurna, eða öllu heldur hnúana,“ segir Sunna. Andstæðingur Sunnu, Ashley Greenway, nýtur talsverðrar virðingar innan íþróttarinnar þó svo að hennar atvinnuferill sé tiltölulega nýhafinn. Hún á tólf áhugabardaga að baki, átta sigra og fjögur töp. Hennar fyrsti atvinnubardagi fór fram í mars á þessu ári og hann vann hún eftir dómaraákvörðun. Sunnu og Ashley eru báðar 31 árs gamlar, eru báðar með grunn úr Muay-Thai og eru báðar með fjólublátt belti í Brasilísku Jiu-Jitsu.Sunna er frábær bardagamaður.Ashley er bandarísk og er meðlimur í Revolution MMA bardagaklúbbnum sem er staðsettur í Spartanburg, Suður Karólínu. Hennar helsti æfingafélagi er glímukonan og ólympíuverðlaunahafinn Sara McMann sem flestir unnendur MMA ættu að kannast við úr UFC. Má því gera fastlega ráð fyrir því að Ashley sé öflug glímukona. „Ég veit ekki mikið um andstæðing minn, enda hef ég aldrei lagt mikið upp úr því að vita mikið um mína andstæðinga. Ég einbeiti mér fyrst og fremst að því að vera með sjálfa mig á hreinu. Ég hef aldrei verið í betra formi, enda hef ég varið öllum mínum tíma í að æfa og undirbúa mig.” Talsverður munur er á MMA áhugamanna og atvinnumanna. Loturnar eru lengri, fimm mínútur í stað þriggja, en einnig er regluverkið töluvert rýmra. Fleiri högg eru leyfileg og færri hlífar.„Það sem ég er spenntust fyrir er sennilega það að ég megi loksins nota Muay-Thai grunninn minn almennilega. Reglurnar í atvinnumannabardögum henta bardagastílnum mínum miklu betur. Ég hef verið þolinmóð að bíða eftir þessu tækifæri og ég get varla beðið eftir að fá að sýna heiminum hvers megnug ég er.” Rétt tæplega mánuður er þar til Sunna stígur í búrið. Lokaundirbúningur fyrir bardagann er því í fullum gangi. „Þar sem þetta er minn fyrsti atvinnubardagi þá er undirbúningurinn harðari og agaðri en ég hef vanist. Annarsvegar þá er mataræðið mjög strangt og hinsvegar þá er æfingaplanið mjög þétt. Það er í raun ekkert sem ég geri annað en að æfa, borða og sofa, en mér finnst þetta æðislegt. Það er ekkert sem ég myndi frekar vilja gera. Þetta er draumurinn minn og ég er að láta hann rætast.”
MMA Tengdar fréttir Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00 Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00
Stærsti bardaginn var við sorgina Hér fékk hjartað að gróa,“ segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir fyrsti Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA bardagaíþróttinni, um æfingafélagið Mjölni. Þar fann hún sjálfa sig í bardagalistinni og tókst að komast á beinu brautina úr slæmum félagsskap og neyslu. 28. nóvember 2015 09:00
Sunna Rannveig orðin atvinnumaður í MMA Sunna Rannveig Davíðsdóttir braut blað í dag er hún varð fyrsta íslenska konan sem fær atvinnumannasamning í MMA. 29. apríl 2016 15:09