Rétt skal vera rétt Hildur Sverrisdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Eftir forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins sl. föstudag hef ég þurft að svara fyrir skoðun sem ég hef ekki. Ég hef oft svarað fyrir misvinsælar skoðanir mínar en það var ný reynsla að vera talin standa fyrir eitthvað sem mér finnst ekki. Ég mæli ekki með því. Það er auðvelt að detta í vangaveltur um af hverju það gerist að orð manns eru túlkuð á annan hátt en þau voru sögð en ég ætla ekki að elta ólar við það að öðru leyti en eftirfarandi sé sagt hér. Ég vil ekki að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins; ég vil ekki að það sé hægt að borga sig fram fyrir röð eða borga fyrir betra rúm á hjartadeildinni. Ég vil hins vegar að það sé boðið upp á aukaþjónustu og nýsköpun í velferðar- og heilbrigðiskerfinu í heild. Slíkt eykur valkosti og sjálfsákvörðunarrétt þeirra sem nýta þjónustuna. Með því að opna á aukinn einkarekstur í aukaþjónustu er hægt að styrkja grunnþjónustuna – grunnþjónustu sem við höfum fyrir löngu sammælst um að vilja standa vel að í þágu allra. Í augum einhverra er þetta nákvæmlega sama tóbakið; allt sem tengist velferð á að vera undir sama hatti og lúta sömu lögmálum og sá sem talar um aukaþjónustu talar þar með um grunnþjónustu. Það er hins vegar ekki skoðun mín. Ég tel þvert á móti skynsamlegt að gera greinarmun og tala fyrir bestu kostunum í hvoru kerfi. Og eitt að lokum. Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins að hægt sé að borga fyrir betri þjónustu í grunnþjónustunni. Sama hversu margir leyfa sér að túlka orð mín út frá þeirri meintu stefnu flokksins – þá er það einfaldlega ekki stefna hans. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þvert á móti sett aukið fjármagn í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins. Til þess að heilbrigðisþjónustan sé eins og við viljum hafa hana þarf hins vegar að leita nýrra heildarlausna til framtíðar og þá getur þurft að hugsa út fyrir rammann, eins og ég talaði fyrir í föstudagsviðtalinu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Föstudagsviðtalið: Niðurlægjandi fyrir konur að segja stjórnmál of átakamikil Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi tekur ekki undir það að átakastjórnmál henti konum illa. Vill á þing til að klára skýr mál Sjálfstæðisflokksins. Viðskipti með velferðarmál geti boðið fólki upp á betri kost en ríkið. 26. ágúst 2016 07:00
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun