Hvernig innleiðum við nýja stjórnarskrá á Íslandi? Heimir Örn Hólmarsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eitt af stefnumálum Pírata, sem ég er innilega sammála, er innleiðing nýrrar stjórnarskrár enda kominn tími til að bráðabirgða stjórnarskráin sem innleidd var árið 1944 verði endurnýjuð. Slík framkvæmd í þjóðfélagi okkar gæti orðið mikið hitamál. Sumir andstæðingar segja að þetta sé ekki hægt og aðrir sem eru fylgjandi málinu segja að þetta sé ekkert mál og að eftir setningu næsta þings yrði ný stjórnarskrá samþykkt, síðan yrði þing rofið og kosið til þess næsta.Hvernig tökum við tillit til þessara andstæðu póla og innleiðum nýja stjórnarskrá í stjórnkerfi íslensks samfélags á faglegan máta? Ég hef starfað í fluggeiranum í rúm 10 ár og hef kynnst því tæknilega og lagalega flókna umhverfi sem er í kringum hann. Ég get ímyndað mér að hægt sé yfirfæra þá reynslu sem ég hef öðlast þar yfir í landslögin og íslenskt stjórnsýsluumhverfi því ég sé mikil líkindi með þessum tveimur heimum. Í flugheiminum er mikið verið að breyta lögum og stöðugt verið aðlaga flugumhverfið að tækniþróun samtímans. Við lagasetningu er oft gefinn ákveðinn aðlögunartími fyrir flugfélög, flugvelli, flugumferðarstjórn og fleiri hagsmunaaðila. Þessi aðlögunartími getur verið stuttur og svo alveg upp í mörg ár. Mögulega þurfa að vera sambærileg vinnubrögð við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár á Íslandi eins og þekkist við innleiðingu löggjafar í fluggeiranum. Mögulega þarf að vera einhvers konar aðlögunartími fyrir ríkisstofnanir, atvinnulífið og samfélagið í heild við innleiðingu á stjórnarskránni. Þrátt fyrir að það sé ekki augljóst að innleiðing á nýrri stjórnarskrá geti haft miklar breytingar á ferli og kerfi samfélagsins þá tel ég það vera skyldu stjórnvalda, sama hverjir eru í stjórn, að gera svona víðtækar breytingar á sem skynsamlegastan hátt heildinni í hag. Það sem þarf að gera við innleiðingu nýrrar stjórnarskrár er að meta þá áhættuþætti sem geta komið upp við innleiðingu hennar og bregðast við ef á þarf að halda. Til dæmis gæti þurft að breyta mörgum tölvukerfum í landinu, án þess að ég viti það í dag, eða að það þyrfti að búa til regluverk utan um framkvæmd ákveðinna mála sem eru frekar almenn í nýju stjórnarskránni. Að mínu mati þarf að fara yfir hvern kafla nýju stjórnarskrárinnar og gera þær greiningar sem þekkjast í almennum stjórnunarfræðum í dag. Að vinna þessa vinnu getur tekið tíma en yrði aldrei lengur en eitt kjörtímabil. Ég myndi telja að stofna yrði sérstakan vinnuhóp fyrir þessa vinnu og að opið og gagnsætt umsóknarferli færi af stað við að ráða fólk í þennan hóp. Hópurinn hefði tiltekinn tíma og markmið fyrir hvern kafla fyrir sig og heildartími yfirferðarinnar væri skilgreindur. Vinnuhópurinn myndi skila af sér viðbragðsáætlun eftir hvern kafla sem hægt væri að vinna úr um leið og hópurinn skilaði áætluninni af sér. Eftir þessa yfirferð yrði alveg ljóst hvað þyrfti að gera til að innleiða þessa nýju stjórnarskrá og vonandi þyrfti að breyta sem minnstu í þjóðfélaginu. Eigum við ekki að gera þetta skynsamlega? Verum vel undirbúin ef þörf krefur í stað þess að gera hlutina ómarkvissa í upphafi og þurfa svo að bregðast við eftir á. Innleiðum nýja stjórnarskrá á vel skipulagðan og ígrundaðan hátt til að sem flestir geti verið sáttir við nýja stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Píratar standa fyrir gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir en það eru einmitt þau gildi sem ég hef tileinkað mér á vinnumarkaði. Verklagið sem hér hefur verið útlistað er lýsandi dæmi fyrir starfsaðferðir mínar og mun ég viðhalda þeim í starfi þingmanns Pírata, fái ég umboð Pírata til þess.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun