Tromp teflonhúðaða stjórnmálamannsins Ásta Guðrún Helgadóttir skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Guðrún Helgadóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það eru hátt í 50 mál sem bíða afgreiðslu í þinginu á næsta haustþingi. Sum eru smávægileg og sátt ríkir um þau, önnur eru EES-innleiðingar sem við höfum ekki mikið um að segja á þessu stigi. Enn önnur eru kerfisbreytingar af þeirri stærðargráðu sem eitt stutt haustþing hefur varla umboð til þess að trukka í gegn. Ég held að flestir muni vel af hverju það var boðað til kosninga í haust, þegar boðað var til stjórnarskipta nú í vor á einum einkennilegasta blaðamannafundi sem Ísland hefur upplifað. Óreiðan einkenndi þessi stjórnarskipti – svo mikið er víst, og ekki nema von. Nú er formaður Framsóknarflokksins að draga í land með þetta – skilur ekkert í því af hverju Sjálfstæðisflokkurinn vilji boða til kosninga í haust. Eflaust skilur hann heldur ekki af hverju hans eigin samflokksmaður og núverandi forsætisráðherra hefur hug á að boða til kosninga í haust – sem hefur svo oft verið lofað og boðað og rætt. Það sjá líka allir hvaða tromp stjórnin ætlar að draga fram úr erminni: Við þurfum að koma mikilvægum málum í gegn. Mikilvægu málin eru allt milli himins og jarðar – endurskoðun á námslánakerfinu og almannatryggingakerfinu, búvörulög og breytingar á dómstólum. Dagarnir sem við erum með til þess að fjalla um þessi fimmtíu mál eru fjórtán talsins. Já, ég held að allir átti sig á þessu lélega trompi sem einhverjir stjórnarþingmenn halda að verði hægt að beita: Að þeir náðu ekki að koma öllum málunum sínum í gegn vegna þess að stjórnarandstaðan var svo erfið viðureignar. Nei, tímaleysið er ekki stjórnarandstöðunni að kenna, okkar nöfn voru ekki í Panamalekanum. Þannig er mál með vexti að umboð ríkisstjórnar Íslands er á þrotum. Það er kýrskýrt af hverju það var boðað til kosninga núna í haust – öll heimsbyggðin fylgdist með. Það er hægt að reyna að skrifa söguna upp á nýtt, eins og fyrrverandi forsætisráðherra er að reyna að gera, en Google veit betur. Íslendingar muna betur og ef það er eitt sem er víst, þá er það að þessi formaður Framsóknarflokksins er ekki fórnarlambið í þessari tragedíu. Eitt skal vera á hreinu og það er að tímasetja þarf kjördag um leið og þing kemur aftur saman. Íslendingar eru orðnir leiðir á því að sjá svikula stjórnmálamenn ítrekað komast upp með taka aldrei ábyrgð á sínum gjörðum. Teflonhúðaði stjórnmálamaðurinn á að heyra sögunni til.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar