Trump-byggingin er 58 hæðir og hýsir höfuðstöðvar kosningabaráttu Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana. Ekki er vitað hvað manninum gengur til með uppátækinu.
Nærliggjandi götum hefur verið lokað en byggingin er á stað þar sem umferð er þung. Þá hafa lögregluþjónar einnig komið sér fyrir skammt fyrir ofan manninn og reynt að henda til hans kaðli.
Uppfært 23:00:
Lögregla veiddi að lokum manninn inn um glugga. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til.
LIVE: A man attempts to scale Trump Tower in New York City. https://t.co/JZvMIbFg9x pic.twitter.com/e815ZCpFrC
— Reuters Top News (@Reuters) August 10, 2016