Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Fasteignaverð í London hefur að meðaltali lækkað um 4,7 milljónir frá Brexit-kosningunum. vísir/epa Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Brexit Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008.
Brexit Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira