Stefnir hratt í kreppu í Bretlandi Sæunn Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2016 08:00 Fasteignaverð í London hefur að meðaltali lækkað um 4,7 milljónir frá Brexit-kosningunum. vísir/epa Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008. Brexit Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sérfræðingar óttast hversu hratt efnahagsskilyrði í Bretlandi versna. Merki eru um að Bretland stefni á hraðferð inn í kreppu í kjölfar Brexit-kosninganna. Frá kosningunum hefur gengi pundsins gagnvart Bandaríkjadal lækkað um þrettán prósent. Vöxtur í breska hagkerfinu nam 0,6 prósentum á öðrum ársfjórðungi ársins (fram til loka júní), samanborið við fjórðunginn á undan. Strax í júlí dróst hagvöxtur hins vegar saman um 0,2 prósent samkvæmt tölum frá National Institute of Economic and Social Research (NIESR). Samkvæmt nýrri rannsókn Englandsbanka sjá fyrirtæki landsins fram á minni fjárfestingu, færri ráðningar og fleiri uppsagnir.Margir mótmæltu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í kjölfar niðurstöðu kosninganna.Vísir/EPAEitt helsta merkið um yfirvofandi kreppu er lækkun á húsnæðisverði og minnkandi áhugi kaupenda á breskum fasteignum. Það er oft vísbending um að peningar séu að fljóta frá markaðnum en ekki inn á hann. Meðalhúsnæðisverð í London, höfuðborg Bretlands, hefur lækkað um 30 þúsund pund, jafnvirði 4,7 milljóna íslenskra króna, frá því að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið í júnílok, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Haart. Þetta jafngildir þúsund punda, eða 155 þúsund króna, lækkun á hverjum virkum degi. Meðalhúsnæðisverð lækkaði úr 559 þúsund pundum í 527 þúsund pund á tímabilinu, sem er mesta verðlækkun milli mánaða sem Haart hefur nokkurn tímann mælt. Meðalhúsnæðisverð lækkaði um 0,9 prósent á landsvísu. Englandsbanki lækkaði í síðustu viku stýrivexti sína um helming, niður í 0,25 prósent, til að auka hagvöxt eftir fyrstu áhrif Brexit. Lágir stýrivextir hafa sögulega ýtt undir hækkun húsnæðisverðs, hins vegar virðist stýrivaxtalækkunin ekki hafa getað unnið á móti Brexit-áhrifunum hingað til. Business Insider greinir frá því að það er ekki einungis húsnæði sem er að lækka í verði heldur einnig landsvæði til byggingaframkvæmda. Miðsvæðis í London lækkaði land undir íbúðarhúsnæði þriðja ársfjórðunginn í röð, um 6,9 prósent, samkvæmt skýrslu Knight Frank. Vert er að nefna að hár byggingarkostnaður hefur hins vegar einnig spilað inn í þessa þróun. Áhugi kaupenda á húsnæði í London samkvæmt rannsókn Royal Institute of Chartered Surveys hefur ekki verið jafn lítill síðan í fjármálakreppunni árið 2008.
Brexit Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira