Ryan segir ummæli Trumps um byssueigendur óviðeigandi grín Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. ágúst 2016 07:00 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum nordicphotos/AFP Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Paul Ryan, repúblikani og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að ummæli Donalds Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, um að fólk sem styður annan viðauka stjórnarskrárinnar gæti komið í veg fyrir að Hillary Clinton myndi hreyfa við viðaukanum næði hún kjöri, væru vanhugsaður og óviðeigandi brandari. Viðaukinn sem um ræðir fjallar um að Bandaríkjamenn eigi rétt á að bera skotvopn og sögðu margir Trump vera að ýja að því að stuðningsmenn viðaukans og þar með byssueignar gætu komið í veg fyrir skerðingu á þeim rétti með ofbeldi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lengi talað fyrir því að herða þurfi reglur um byssueign. Trump lét ummælin falla á kosningafundi í Norður-Karólínu fyrr í vikunni. „Hillary vill í raun afnema annan viðaukann. Ef hún fær að velja sér hæstaréttardómara getið þið ekkert gert. En annarsviðaukafólkið gæti kannski gert eitthvað. Ég veit það ekki,“ sagði Trump. Hann vísaði þar til þess að eitt laust sæti er í hæstarétti Bandaríkjanna. Þá sagði kosningastjóri Clinton ummælin hættuleg. Sá sem hvetti til ofbeldis ætti ekki erindi í forsetaembættið. En Trump varði ummælin á Twitter: „Fjölmiðlar reyna í örvæntingu sinni að draga athyglina frá andstöðu Clinton við stjórnarskrána. Ég sagði að stuðningsmenn annars viðaukans gætu skipulagt sig og kosið einhvern annan en Clinton!“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira