Bjórdæla verður við hvert bað í nýrri bjórheilsulind Kalda Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 11:02 Bruggsmiðjan Kaldi verður tíu ára í september. Vísir/Samsett Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Bruggsmiðjan Kaldi stefnir á að opna heilsulind snemma á næsta ári. Helsta einkennismerki heilsulindarinnar verður bjórbað, þar sem hægt er að baða sig í blöndu af bjór, vatni, humlum og geri. „Þú getur legið í þessu og kemur út alveg silkimjúkur eftirá,“ sagði Sigurður Bragi Ólafsson, yfirbruggmeistari Kalda í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Fyrir þá sem vilja þá er náttúrulega hægt að sötra með, það verður bjórdæla við hvert bað.“ Stefnt er á að heilsulindin opni í febrúar á næsta ári. „Staðan á því núna er að við erum búin að rýma fyrir á lóðinni sem við byggjum á og byrjum að steypa grunn vonandi í september. Stefnan er tekin á að opna fljótlega eftir áramót.“ Slíkar bjórheilsulindir eiga sér fordæmi úti í heimi. „Við höfum farið í nokkrar vettvangsferðir. Til dæmis úti í Tékklandi, þar er þetta töluvert algengt. Í fyrra fór ég í vikuferð í Tékklandi og fór í þrjú böð, ég hef bara sjaldan verið eins mjúkur og fínn,“ sagði Sigurður. Í heilsulind Kalda verða sjö ker sem öll verða gerð fyrir tvo, fólk geti því komið saman og farið í hjónaker, eða verið eitt og sér í hverju kari. Fjórtán manns geti verið í bjórbaði á hverjum tíma. „Þú liggur í hálftíma, það er ekki ráðlagt að liggja mikið lengur en það. Svo fylgir því slökun á eftir.“ Á dælunni við böðin verður svo yfirleitt dökkur og ljós kaldi.Margt spennandi á döfinni hjá Kalda Kaldi er svokallað mini brugghús, vegna þess hve mikið magn af bjór er framleitt þar ár hvert. Á síðasta ári voru um 700 þúsund lítrar af bjór framleiddir hjá Kalda. „Það er ekkert endilega stefnan okkar að stækka neitt ofboðslega mikið eða ofboðslega hratt, en það er ennþá mikil eftirspurn og við náum ekki að anna henni. Þannig að það stendur til að við þurfum að stækka eitthvað við okkur,“ segir Sigurður. „Lykilatriðið fyrir okkur er að stækka um bruggtæki því að bruggtækin okkar brugga ekki nema þúsund lítra í einu, sem þýðir að við þurfum að brugga 700 sinnum yfir árið og það er mjög mikið, þannig að tækin okkar eru orðin of lítil. Ef við færum í að kaupa ný tæki þá myndum við væntanlega bæta við kannski 2-3 tönkum í leiðinni.“ Kaldi verður tíu ára í september og er nú unnið að því að brugga afmælisbjór, Kaldi Imperial Pilsner. Auk þessa alls tekur bruggsmiðjan daglega við fólki í skoðunarferðir um bruggsmiðjuna. „Það er stöðugur straumur og það bætir alltaf í. Við fáum yfirleitt tugi manns á dag. Það voru 12 þúsund manns í fyrra og það verður bæting í ár,“ segir Sigurður Bragi.Viðtalið við Sigurð Braga má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenskur bjór Tengdar fréttir Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44 Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Bjórspa Kalda með útsýni yfir Hrísey Eigendur bruggverksmiðjunnar Kalda á Árskógasandi hafa tryggt sér lóð fyrir starfsemi bjórheilsulindarinnar. 23. júní 2015 11:44
Ætla að opna bjórspa og brugga 36% meira Eigendur Bruggsmiðjunnar Kalda ætla að opna bjórspa og veitingastað í Eyjafirði. Framleiðsla brugghússins verður aukin um 36 prósent en fyrirtækið framleiðir um 550 þúsund lítra af bjór á ári. 5. nóvember 2014 07:00