„Vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. ágúst 2016 13:02 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), segir það vonbrigði að sjómenn hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Nú þurfi að setjast við samningaborðið og ræða málin af skynsemi, frekar heldur en að stefna í verkföll. „Það eru vissulega vonbrigði að sjómenn séu búnir að fella samninginn. Skipstjórnarmenn samþykkti samninginn en sjómenn felldu hann og það eru vissulega vonbrigði,” segir Jens.Boltinn hjá sjómönnum „En nú er boltinn hjá sjómannaforystunni, þeir felldu samninginn, þannig að það hlýtur þá þeirra að koma fram með nýjar kröfur sem verða þá teknar til skoðunar hjá okkur. Ég geri ráð fyrir að hitta sjómannaforystuna á allra næstu dögum til að ræða málin. En ég trúi því að menn reyni nú frekar að setjast niður og reyni að ná einhverri skynsemi í samningana frekar en að stefna með þetta í verkföll.” Félagsmenn í Sjómannasambandi Íslands felldu í gær kjarasamning við SFS sem undirritaður var 24. júní síðastliðinn. Kosningin var afgerandi en sextíu og sex prósent félagsmanna höfnuðu samninginum en þrjátíu og þrjú prósent samþykktu hann. Skipstjórnarmenn í Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands samþykktu hins vegar samninginn með 56,4 prósentum atkvæða.Óvíst hverjar kröfurnar eru „Þessi samningur sem var lagður fyrir var náttúrulega afrakstur margra mánaða samningavinnu og nú þurfum við bara að sjá hvað það er hvað sjómenn eru ósáttir við,” segir Jens. Sjómenn munu á næstu dögum greiða atkvæði um hvort grípa eigi til verkfallsaðgerða. Sextán ár eru frá því að sjómenn fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Jens segir ljóst að verkfall myndi hafa mikil áhrif. „Það mun þýða það að flotinn stoppar meira og minna. Það þýðir ekkert annað. Þetta mun hafa mikil áhrif á þjóðarbúið ef verkföll sjómanna verða langvinn,” segir hann.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42 Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00 Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49 Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Sjómenn fella kjarasamning: „Það eru aðgerðir framundan“ 66 prósent félagsmanna höfnuðu nýgerðum kjarasamningum sjómanna. 10. ágúst 2016 16:42
Sjómenn og útgerð slái bæði af kröfum sínum Sjómenn á Akranesi eru tilbúnir að láta kné fylgja kviði með verkfallsaðgerðum í kjaradeilu sinni við útgerðarmenn. Aðstoðarframkvæmdastjóri SFS segir útgerð og sjómenn þurfa að mætast á miðri leið. 30. desember 2015 07:00
Segir útgerðina með meiri kröfur á sjómenn en þeir á útgerðina Sjómenn hafa verið samningslausir frá því senmma árs árið 2011 eða bráðum í fimm ár. Útgerðin vill að sjómenn taki meira þátt í að greiða kostnað hennar. 29. desember 2015 13:49
Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. 8. desember 2015 06:00