Mikið um ölvun og óspektir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 09:34 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. vísir/pjetur Nokkuð hefur verið um það seinustu vikuna að lögreglan á Suðurnesjum hafi þurft að sinna útköllum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna ölvunarástands og óspekta flugfarþega. Þannig hefur lögreglan þurft að sinna sex útköllum vegna þessa seinustu sjö daga. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að í gær hafi ölvuðum farþega verið neitað um að fara í flug til Varsjár þar sem hann hafði verið að angra farþega í flugvél sem hann kom með hingað til lands. Í fyrradag hafði lögregla svo afskipti af öðrum flugfarþega sem lét öllum illum látum við afgreiðsluhlið í flugstöðinni. Sá ætlaði til Las Palmas en fékk ekki að fara um borð í vélina vegna ástands síns. Hann brást afar illa við afskiptum lögreglu svo handtaka varð hann og færa á lögreglustöð, þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Í gær var lögregla enn kölluð í flugstöðina. Var þar kominn sami maður og daginn áður, enn ölvaður, og nú með leiðindi við fólk sem á vegi hans varð. Hann var handtekinn aftur og færður í fangaklefa enn á ný. Þá voru tveir farþegar til viðbótar sem voru á leið til Bandaríkjanna svo illa á sig komnir að ekki var hægt að hleypa þeim um borð fyrr en þeir hefðu sofið úr sér. Loks datt ölvaður farþegi, sem kom frá Washington á leið til Stokkhólms, í gólfið í flugstöðinni og skarst lítillega í andliti. Gert var að sárum farþegans sem fékk ekki að halda ferð sinni áfram að svo stöddu, heldur lá leiðin í fangaklefa um sinn. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nokkuð hefur verið um það seinustu vikuna að lögreglan á Suðurnesjum hafi þurft að sinna útköllum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna ölvunarástands og óspekta flugfarþega. Þannig hefur lögreglan þurft að sinna sex útköllum vegna þessa seinustu sjö daga. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að í gær hafi ölvuðum farþega verið neitað um að fara í flug til Varsjár þar sem hann hafði verið að angra farþega í flugvél sem hann kom með hingað til lands. Í fyrradag hafði lögregla svo afskipti af öðrum flugfarþega sem lét öllum illum látum við afgreiðsluhlið í flugstöðinni. Sá ætlaði til Las Palmas en fékk ekki að fara um borð í vélina vegna ástands síns. Hann brást afar illa við afskiptum lögreglu svo handtaka varð hann og færa á lögreglustöð, þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Í gær var lögregla enn kölluð í flugstöðina. Var þar kominn sami maður og daginn áður, enn ölvaður, og nú með leiðindi við fólk sem á vegi hans varð. Hann var handtekinn aftur og færður í fangaklefa enn á ný. Þá voru tveir farþegar til viðbótar sem voru á leið til Bandaríkjanna svo illa á sig komnir að ekki var hægt að hleypa þeim um borð fyrr en þeir hefðu sofið úr sér. Loks datt ölvaður farþegi, sem kom frá Washington á leið til Stokkhólms, í gólfið í flugstöðinni og skarst lítillega í andliti. Gert var að sárum farþegans sem fékk ekki að halda ferð sinni áfram að svo stöddu, heldur lá leiðin í fangaklefa um sinn.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira