Þýska landsliðið í handbolta undir stjórn Dags Sigurðssonar tryggði sæti sitt í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna í handbolta með 28-25 sigri á Slóveníu.
Þýska liðið náði því að svara fyrir óvænt tap gegn Brasilíu á dögunum í dag en liðið mætir Egyptalandi í lokaleik B-riðilsins.
Slóvenar byrjuðu leikinn betur í dag og leiddu 12-11 í hálfleik en eftir því sem leið á leikinn náði þýska liðið forskotinu á ný.
Fór svo að leiknum lauk með þriggja marka sigri þýska liðsins en Uwe Gensheimer var atkvæðamestur í þýska liðinu með sex mörk.
