Argentínumenn komu á óvart og unnu nauðsynlegan tveggja marka sigur á Túnis 23-21 á Ólympíuleikunum í handbolta sem fer fram í Ríó.
Sigurinn þýðir að Argentína mætir Katar í hreinum úrslitaleik upp á sæti í 8-liða úrslitunum en Katar nægir jafntefli í þeim leik.
Argentínumenn voru sterkari aðilinn allt frá byrjun og leiddu allan leikinn. Tóku þeir fjögurra marka forskot inn í hálfleikinn 14-10.
Túnis tókst um tíma að jafna í seinni hálfleik en Argentínumenn reyndust vera sterkari á lokakaflanum og fögnuðu að lokum sigri eftir að hafa leitt með fimm mörkum skömmu fyrir leikslok.
Heimamenn í Brasilíu eru ekki enn öruggir inn í 8-liða úrslitin eftir jafntefli gegn Egyptalandi en sigur hefði fleytt liðinu inn í úrslitin.
Egyptar leiddu allt frá fyrstu mínútu leiksins en Brössum tókst að jafna á lokamínútum leiksins.
Þá unnu Pólverjar nauman sigur á Svíum í gær en tapið þýðir að Svíar eru úr leik þegar ein umferð er eftir.
Svíar leiddu í hálfleik en í seinni hálfleik náðu Pólverjar að snúa leiknum sér í hag undir lok leiksins.
Úrslit gærdagsins:
Egyptaland 27-27 Brasilíu
Svíþjóð 24-25 Pólland
Argentína 23-21 Túnis
Argentínumenn eiga enn möguleika á 8-liða úrslitunum | Úrslit gærkvöldsins
Kristinn Páll Teitsson skrifar
