Adele segist hafa sagt nei takk við Super Bowl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2016 09:58 Adele er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir. Vísir/Getty Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC. NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Söngkonan Adele segist hafa hafnað boði um að koma fram í hálfleik á Super Bowl, Ofurskálinni, á næsta ári. Adele deildi þessum upplýsingum með tónleikagestum í LA á dögunum. Enginn viðburður vestanhafs fær meira áhorf í sjónvarpi árlega en auk leiksins, sem er úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum, vekur sýningin í hálfleik mikla athygli sem og auglýsingarnar á meðan á leik stendur. „Í fyrsta lagi, þá ætla ég ekki að syngja á Super Bowl,“ sagði Adele á sviðinu. „Sú sýning snýst ekki um tónlist. Það er ekki eins og ég geti dansað og svoleiðis. Það var fallegt af þeim að spyrja mig en ég sagði nei.“ NFL og Pepsi, einn af styrktaraðilum viðburðarins, þvertaka fyrir að Adele hafi verið boðið að syngja. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá þeim kemur fram að bæði NFL og Pepsi séu miklir aðdáendur Adele. Rætt hafi verið við fjölda fólks í tengslum hálfleikssýninguna.Adele tekur lagið When we were young að neðan.„Við höfum þó hvorki gert Adele né neinum öðrum formlegt boð um að spila enn sem komið er,“ segir í yfirlýsingunni. Áherslan sé á að setja saman frábæra sýningu í hálfleik en leikurinn fer fram í Houston, Texas. Adele nýtti tækifærið með áhorfendum og slökkti í orðrómi þess efnis að hún væri ólétt, og ætlaði að tilkynna fólki það í hálfleik á Super Bowl. Meðal þeirra sem troðið hafa upp á Super Bowl undanfarin ár eru Madonna, The Rolling Stones og Prince heitinn. Í fyrra sáu Beyonce, Chris Martin og Bruno Mars um að skemmta fólki um heim allan. Sýninguna í heild má sjá hér að neðan.Nánar um málið á vef BBC.
NFL Tónlist Tengdar fréttir Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30 Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fleiri fréttir Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Sjá meira
Korti Adele hafnað í H&M Adele er talin vera níunda hæst launaða manneskjan í afþreyingabransanum í dag, en hún þénaði 80 milljónir Bandaríkjadollara á síðasta ári eða því sem samsvarar um tíu milljarðar íslenskra króna. 5. ágúst 2016 12:30