Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2016 07:00 Hreggviður Hermannsson Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Hreggviður Hermannsson, íbúi í Langholti í Flóahreppi, hefur kært sveitarstjórann Eydísi Þ. Indriðadóttur, til ríkissaksóknara fyrir handvömm í starfi. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Flóahrepps frá 10. ágúst. Telur Hreggviður sveitarstjóra hafa stungið undir stól beiðni til sveitarstjórnar um afrit af gögnum. „Já, ég hef kært sveitarstjórann og get sagt þér það alveg svikalaust. Þetta hefst allt síðasta haust þar sem byggingarfulltrúi sinnir ekki beiðni minni um afrit af gögnum. Ítreka ég þetta við sveitarstjóra en ekkert gerist. Síðan sendi ég erindi 6. maí en enn og aftur gerist ekkert á skrifstofu sveitarstjórans. Því er ekkert annað hægt að gera en að kæra sveitarstjórann,“ segir Hreggviður. Hreggviður hefur átt í útistöðum við nágranna sína í Langholti 2 vegna landamerkjamála en beiðni Hreggviðs til byggingarfulltrúa snerist um flutning á húsi sem tilheyrði Langholti 2 af lóð sinni. Deilurnar milli þeirra Hreggviðs í Langholti 1 og Ragnars Björnssonar í Langholti 2 virðast hafa verið mjög illvígar þar sem þeir saka hvor annan um jafnt líflátshótanir sem og ofbeldi. Árni Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Flóahrepps, segir málið allt og kæru á hendur sveitarstjórans hið undarlegasta og harmar framvindu málsins. „Við lögðum á það áherslu í bókun okkar á síðasta sveitarstjórnarfundi að mál kæmu fyrir sveitarstjórn og að hnykkt yrði á verkferlum. Sumar fyrirspurnir eru orðaðar nokkuð loðið og erfitt að sjá hvort þær eiga að koma fyrir sveitarstjórn eða ekki,“ segir Árni. Eydís Indriðadóttir sveitarstjóri segist harma málið en hún hefur ekki hugsað sér að segja af sér vegna þess þar sem hún hefur stuðning sveitarstjórnarinnar. „Við teljum okkur hafa leyst málið eins vel og hægt var úr þessu og Hreggviður hefur fengið öll þau gögn sem hann bað um. Mér brá svolítið þegar ég sá að þetta hafði farið þá leið sem Hreggviður valdi. En því verður ekki breytt úr þessu. Að öðru leyti get ég lítið tjáð mig um málið,“ sagði Eydís. Lögreglan hefur farið í ótal útköll að Landholti Deilan milli íbúa Langholts 1 og 2 snýst um landspildu, eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987. Hreggviður sem býr í Langholti 1 telur að landspildan hafi ekki verið með í makaskiptunum og gögn hafi horfið af skrifstofu sýslumannsins á Suðurlandi sem gætu tekið af öll tvímæli um það. Hjónin í Langholti 2 segja öll gögn til staðar varðandi makaskiptin og að bóndinn á næsta bæ sé að ásælast land sem hann á ekki tilkall til. Síðla árs 2014 náði deilan hámarki og hafði lögreglan ekki undan að sinna útköllum frá bæjunum tveimur og kærurnar hlóðust upp. Lögreglan kom 65 sinnum að bæjunum á 18 mánuðum og bóndinn í Langholti 1 fékk á sig 30 kærur. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Nágrannadeilur Nágrannadeilur í Flóahreppi Flóahreppur Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira