Náttúra landsins og fjölmiðlar Ellen Magnúsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Erum við komin það langt frá náttúrunni að enginn er að skoða réttindi hennar? Maður spyr sig eftir ýmsar fréttir frá fjölmiðlum undanfarnar vikur. Stelpur bjarga þrastarunga og fólk elur upp álftarunga. Fjölmiðlar ýta undir þessar fréttir með ákveðnum hvatningum um að þetta sé allt gott og blessað. Kíkjum á dæmi númer eitt þar sem frétt á mbl.is segir frá stelpum sem bjarga þrastarunga. Ekki að ég sé að skammast í greyið stelpunum sem „björguðu“ þrastarunganum á sínum tíma, enda vissu þær ekki betur. Kennari þeirra segir þeim að skila unganum á sinn stað. Þetta eru hárrétt viðbrögð, þar sem það á aldrei að taka unga úr náttúrunni. Í þessu dæmi þá fannst stelpunum það ekki góð hugmynd að skilja ungan eftir þar sem þær sjá enga foreldra ungans nálægt. Þetta endar með því að þær taka ungann að sér og koma honum svo seinna til dýralæknis. Þegar ég las fréttina skildi ég alveg hvað þessar litlu stelpur voru að hugsa, enda vissu þær ekki betur og vildu koma unganum fyrir á góðum stað. Það sem kom mér mest á óvart voru viðbrögð dýralækna sem tóku við unganum sem sögðu að þetta væri allt í góðu og ef ég vitna í fréttina þá sögðu stelpurnar eftir heimsóknina til dýralæknisins: „Þar var okkur sagt að hann hefði getað dáið ef við hefðum skilið hann eftir svo við vorum mjög fegnar að hafa bjargað honum.“ Aftur á móti er þetta skólabókardæmi um algeng mistök sem börn og jafnvel fullorðnir gera enn þann dag í dag. Við vitum mætavel að það getur verið talsverður tími sem foreldrar unganna eru í burtu í ætisleit, sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr hreiðrinu, farnir að skoða umhverfið og ungarnir fara hugsanlega hver í sína áttina þannig að foreldrarnir þurfa að fara um víðan völl til að sinna öllum ungunum. Jafnvel þótt ungarnir virðist vera í talsverðri fjarlægð frá foreldrunum þá er það hluti af því að ungarnir læri að bjarga sér sjálfir, en það er mikilvægasta lexían sem öll villt dýr þurfa að læra. Komum að dæmi númer tvö, álftarungarnir sem voru aldir upp af fólki. Í fréttum Stöðvar 2 var um daginn frétt um fjölskyldu sem var með álftaregg þar sem þau náðu að unga út tveimur eggjum. Það sem kom aftur á móti ekki fram er hvaðan fengu þau eggin? Þessi spurning sat föst í mér, enda ólöglegt að taka egg frá friðuðum fuglum skv. lögum „Allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega eða flækjast til landsins, eru friðaðir, nema annað sé tekið fram í reglugerð þessari. Friðun tekur einnig til eggja og hreiðra þeirra fugla sem njóta algerrar eða tímabundinnar friðunar, nema öðruvísi sé ákveðið í reglugerð þessari.“ Álftin tilheyrir þeim hópi fugla sem er friðaður allan ársins hring. Fjölskyldunni í fréttinni hafði einhverra óútskýrðra hluta vegna áskotnast sjö álftaregg, náði að klekja tveimur eggjum út og fór að ala upp ungana. Allt hljómaði þetta voða gaman og áhugavert, sérstaklega í augum fjölmiðla. Þetta aftur á móti er í andstöðu við lög landsins, enda má ekki hafa villt dýr í haldi, eða taka egg af friðuðum tegundum eins og ég kom fyrr að. Aftur á móti er þetta ekki eina sagan sem maður hefur heyrt, enda margar sögur þar sem fólk hefur tekið egg eða unga hrafna og alið upp sem gæludýr. Þessir hrafnar hafa í flestum tilvikum valdið miklum usla enda óhræddir við menn og að lokum verið skotnir þar sem þeir voru orðnir of ágengir. Þannig að maður spyr sig, hverjum er verið að gera greiða með að ala upp villt dýr? Allavega hefur það aldrei verið dýrunum til góða, því miður. Ég vildi bara benda á þetta og sérstaklega beini ég mínum orðum til fjölmiðla, að þeir taki sig á og hafi samband við rétta aðila áður en þeir senda út misvísandi skilaboð til almennings.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun