Nýting, nýsköpun og Timian Halldór S. Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2016 08:00 Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nýsköpun, þróun og velferðartækni er vaxandi í starfsemi og stefnu Öldrunarheimila Akureyrar (ÖA). Stór þáttur í þeim breytingum var net- og tölvuvæðing heimilanna sem hófst með fjárhagsstyrk Samherjasjóðsins árið 2013. Þar með opnaðist „gatnakerfi“ innan heimilanna sem síðan varð grunnur að ýmsum öðrum verkefnum á sviði nýsköpunar og þróunar til að bæta lífsgæði íbúa og aðbúnað starfsfólks.Nýsköpun- og velferðartækni Timian innkaupa- og matarvefur er einn þáttur nýsköpunar- og velferðartækni hjá ÖA. Verkefnið hófst á vordögum 2014 með samstarfi Öldrunarheimila Akureyrar og Timian ehf. Markmiðið var að setja upp rafrænt innkaupakerfi sem einnig þjónaði sem matar- og upplýsingavefur fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk. Markmiðin voru að fá betri yfirsýn, lækka kostnað, stuðla að þróun og nýta nútímatækni sem tekur mið af framtíðarkröfum. Fyrsta áfanga í innleiðingu á Timian kerfinu var stýrt af Karli F. Jónssyni, yfirmatreiðslumanni í eldhúsi ÖA. Skrá þurfti inn vöru sem mötuneytið kaupir og frá hverjum. Einnig að skrá inn uppskriftir og matseðla og þar með framboð í mat og matvöru innan ÖA.Nýting og hagkvæmni Með nýju eldhúsi hjá ÖA sem tekið var í notkun árið 2006 var fylgt stefnu um „nýtingu og fullvinnslu“ sem grunnur í vinnslu eldhússins. Lögð er áhersla á eigin vinnslu og eigin framleiðslu, ítrustu hagkvæmni í innkaupum og að fullnýta innkeypt hráefni t.d. með því að kaupa inn kjöt í heilu og úrbeina. Þessar áherslur hafa skilað því að matreiðslumenn ÖA vita hvaða hráefni þeir nota, geta upplýst um það og tryggja ferskleika og hagkvæmni í rekstri. Með innleiðingu á Timian innkaupa- og matarkerfinu hefur líka tekist að bæta aðgengi og nú eiga íbúar, aðstandendur og starfsfólk aðgang að matseðlum og næringarupplýsingum á heimasíðu ÖA.Rafræn beiðnakerfi Innan ÖA eru 16 býtibúr og matstofur á heimilum íbúa. Hvert býtibúr sendir eldhúsinu rafrænar beiðnir í Timian-kerfinu, um fjölda í mat og aðra vöru sem viðkomandi heimili eða býtibúr þarf til að framreiða morgun-, hádegis-, miðdags- og kvöldverði. Með Timian-kerfinu hefur starfsfólk líka fengið meiri innsýn í kostnað við rekstur heimilanna og aukin verðvitund skapað hagræði í rekstri. Uppsetningu og innleiðingu fyrsta hluta innkaupa- og matarkerfis lauk á árinu 2015 en síðan hefur verið unnið að uppsetningu á innkaupakerfi fyrir aðra vöru s.s. hjúkrunar- og hreinlætisvöru. Matreiðslumeistarar á Norðurlandi héldu fyrsta fund ársins í Hlíð og fengu kynningu á húsakynnum, tækjakosti og áherslum eldhússins. Meðal þess sem þá kom fram var að á árinu 2015 afgreiddi eldhús ÖA á bilinu 150-180 þúsund dagskammta til íbúa, gesta, starfsfólks og heimsendan mat og að hráefniskostnaður á dagskammti væri rúmar 500 kr. (fullt fæði). Áhugi og umræða sem skapaðist í heimsókn matreiðslumeistaranna vakti spurningar um að tilefni væri til að greina frá þessum áherslum um nýtingu og nýsköpun í eldhúsi ÖA og koma á framfæri því sem vel er gert í opinberum rekstri.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar