Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. ágúst 2016 08:36 Morteza með kaffikönnuna á Austurvelli, honum var mjög vel tekið. Vísir/Stefán „Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. „Ég hef eignast hundruð vina hér á Íslandi sem mér þykir vænt um. Ég þekki Íslendinga og veit hvað í þeim býr, sagði Morteza. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni tóku afar vel á móti Morteza og margir tóku hann tali. Honum var þakkaður kaffisopinn sem þótti góður. „Við elskum útlendinga og kunnum að meta þig,“ sagði einn þeirra. „Við viljum bara ekki hryðjuverkamenn til landsins,“ útskýrði hann fyrir Morteza. Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Íslenska þjóðfylkingin mótmælir nýjum útlendingalögum. Mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar mótmælt. 15. ágúst 2016 21:05 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Ég vildi sýna þessu fólki hlýhug,“ segir Morteza Songolzadeh, þrjátíu og sex ára gamall hælisleitandi frá Íran. Hann ákvað að gefa meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar heitan kaffisopa og súkkulaðimola á mótmælum þeirra fyrir framan Alþingi í gær. „Íslendingar eru vinsamlegasta þjóð sem ég hef haft kynni af á flótta mínum í Evrópu,“ segir Morteza. „Ég sá mikið af eldra fólki á mótmælunum sem óttast útlendinga. Mig langaði að nálgast þetta fólk af vinsemd. Ég er ekki hingað kominn til þess að ræna Íslendinga lífsgæðum og tækifærum,“ segir hann. Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. „Ég hef eignast hundruð vina hér á Íslandi sem mér þykir vænt um. Ég þekki Íslendinga og veit hvað í þeim býr, sagði Morteza. Mótmælendur í Íslensku þjóðfylkingunni tóku afar vel á móti Morteza og margir tóku hann tali. Honum var þakkaður kaffisopinn sem þótti góður. „Við elskum útlendinga og kunnum að meta þig,“ sagði einn þeirra. „Við viljum bara ekki hryðjuverkamenn til landsins,“ útskýrði hann fyrir Morteza.
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Íslenska þjóðfylkingin mótmælir nýjum útlendingalögum. Mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar mótmælt. 15. ágúst 2016 21:05 Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ólíkar fylkingar mættust á Austurvelli í dag Íslenska þjóðfylkingin mótmælir nýjum útlendingalögum. Mótmælum Íslensku þjóðfylkingarinnar mótmælt. 15. ágúst 2016 21:05
Samstöðufundur og mótmæli á sama tíma Nokkur hundruð manns komu sama á Austurvelli í gær. Íslenska þjóðfylkingin mótmælti nýjum útlendingalögum. Á sama tíma hélt fjölmennur hópur samstöðufund með hælisleitendum og flóttafólki. Fólk rökræddi hátt. 16. ágúst 2016 07:00