Endurkoma Brasilíu snýst um peningamálastefnuna í Kína Lars Christensen skrifar 17. ágúst 2016 09:00 Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ólympíuleikarnir eru löngu byrjaðir og af brasilísku verðbréfamörkuðunum að dæma er góð ástæða til að fagna. Þannig hefur brasilíska Bovespa-vísitalan hækkað um meira en 65% á þessu ári og er á meðal þeirra verðbréfamarkaða sem standa sig best í heiminum. Þetta kemur í kjölfar nokkurra frekar dapurlegra ára fyrir bæði brasilískan efnahag og brasilísku fjármálamarkaðina. Þannig hefur hagvöxtur í Brasilíu algerlega stöðvast á síðustu árum, gjaldmiðillinn hefur veikst verulega, sem aftur hefur þrýst verðbólgu upp. Til að auka á ógæfuna hefur stjórnmálaástandið orðið æ ruglingslegra og í maí síðastliðnum var Dilma Rousseff forseti í raun rekin af neðri deild brasilíska þingsins og undirbúningur lögsóknar var hafinn.Fjárfestar geta þakkað Alþýðubankanum í KínaAð gefnum þessum bakgrunni gæti batinn á brasilísku mörkuðunum á þessu ári virst nokkur ráðgáta. En hvað þetta varðar er mjög mikilvægt að hafa í huga að peningamálastefna Kínverja er að mörgu leyti mun mikilvægari fyrir brasilísku markaðina en brasilísk stjórnmál. Ef við lítum á þróunina á brasilísku verðbréfamörkuðunum síðustu ár þá hafa verið mjög náin tengsl við breytingar á peningamálastefnunni í Kína. Til að sýna þetta er hægt að líta á gengisþróun hins kínverska renminbi og brasilísku Bovespa-verðbréfavísitöluna. Ef við byrjum á árinu 2009, þá slakaði kínverski Alþýðubankinn (PBoC) verulega á peningamálastefnunni til að bregðast við því þegar alþjóðlega kreppan skall á og afleiðing þess var að renminbi veiktist. Á sama tíma varð uppgangur á brasilísku verðbréfamörkuðunum. En þessi uppgangur varð skammlífur því snemma árs 2010 byrjaði PBoC að herða peningamarkaðsskilyrði í Kína og renminbi byrjaði að styrkjast. Þetta gerðist aftur á sama tíma og meiriháttar viðsnúningur – að þessu sinni til hins verra – átti sér stað á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Samdrátturinn á brasilísku verðbréfamörkuðunum jókst enn 2011 um leið og renminbi styrktist enn frekar og þetta hélt áfram til ársloka 2015. En síðan í janúar höfum við séð stórfelldan bata á brasilísku verðbréfamörkuðunum. Ástæðan? Enn virðist drifkrafturinn vera peningamálastefna Kínverja því PBoC hefur unnið að því að fella gengi renminbi til að örva hagvöxt í Kína.PBoC er peningalegt heimsveldiÞað má segja að PBoC sé peningalegt heimsveldi sem á margan hátt ákveður hvort það er mótbyr eða meðbyr í brasilíska hagkerfinu. Í grundvallaratriðum virkar þetta með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er Kína stærsti útflutningsmarkaður Brasilíu. Svo slakari peningamálastefna Kínverja styrkir brasilískan útflutning til Kína. Í öðru lagi hækkar slakari peningamálastefna Kínverja heimsmarkaðsverð á hrávörum og þar sem Brasilía er hrávöruútflytjandi fæst betra verð fyrir brasilískar útflutningsvörur til annarra landa. Loks hefur þetta þau áhrif að hækka gengi brasilíska gjaldmiðilsins, real, og það lækkar verð á innflutningsvörum til Brasilíu og dregur þannig úr verðbólgu, sem aftur gerir brasilíska seðlabankanum kleift að slaka á peningamálastefnunni, sem hjálpar brasilískum hagvexti. Niðurstaðan er sú að hafi maður áhuga á horfunum í brasilísku efnahagslífi ætti maður að fylgjast með aðgerðum kínverska seðlabankans frekar en að einbeita sér að brasilískum stjórnmálum eða Ólympíuleikunum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar