Segðu satt, Bjarni Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, er ánægður með sjálfan sig. Þetta mátti glöggt heyra á honum þegar hann ræddi um stöðu þjóðmála þegar Alþingi kom saman að nýju á mánudag. Þar fór Bjarni fögrum orðum um eigin verk og barði sér nokkuð duglega á brjóst. Þegar maður hrósar sjálfum sér, er hins vegar ágætt að byggja sjálfshólið á staðreyndum, ekki firru. Því hvað er annað hægt að segja um þetta frá hæstvirtum fjármála- og efnahagsráðherra: „Á þessum vanda höfum við verið að taka með þeim hætti að á þessu ári stefnir í að afgangur á ríkisfjármálunum verði meiri en allur uppsafnaður halli vinstri stjórnarinnar frá 2009–2013.“ Bittenú. Heldur Bjarni Benediktsson að vinstri stjórnin hafi tekið við blómlegu búi, en skilað af sér uppsöfnuðum halla? Það má teljast mikil vanþekking ef svo er og spurning hvort sá sem slíkt telur sé hæfur til að fara með fjármál ríkisins. Vinstri stjórnin tók við ríkissjóði í rúst, eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið í ríkisstjórn frá árinu 1991, eða í 18 ár. Sjálfur var Bjarni Benediktsson formaður fjárlaganefndar 2003-2007 og formaður efnahagsnefndar 2007-2009, þegar hrunið skall á. Árið 2009, þegar vinstri stjórnin tók við, var fjárlagahalli ríkisins um 140 milljarðar króna. Það var búið sem Vinstri græn og Samfylking þurftu að stýra. Þegar vinstri stjórnin fór frá völdum hafði henni tekist að ná jöfnuði í fjármálum ríkisins. Þegar tillit er tekið til afborgana, vaxtagreiðslna og ýmislegs fleira, má leiða líkum að því að viðsnúningurinn hafi verið allt að 200 milljarðar króna. Og hvernig hefur frjálshyggjumaðurinn Bjarni Benediktsson, með alla sína reynslu úr atvinnulífinu, farið með það bú sem hann tók við? Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fengið í gjöf frá vinstri stjórninni um 200 milljarða viðsnúning á rekstri ríkisins, hefur Bjarni Benediktsson ekkert gert nema að skila svipuðum afgangi ár eftir ár. Og það er í blússandi góðæri. Ástæðan er sú að stjórnin hefur afsalað sér tekjum í formi álaga á þá sem best hafa það í samfélaginu. Það er fallegt að Bjarni sé svona ánægður með sjálfan sig, en sjálfsánægjan má ekki gefa mönnum þá glýju í augun að þeir verði blindir á staðreyndir.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun