Einstakt þorp þar sem tíminn hefur staldrað við Magnús Guðmundsson skrifar 19. ágúst 2016 11:00 Sverrir og Jóna í Álfasteinsgarðinum í Grjótaþorpinu. Á milli þeirra sést í hús Sverris en sólpallur hússins mun gegna hlutverki sviðs við setningu Menningarnætur. Visir/Stefán Grjótaþorpið í Reykjavík er sérstakt hverfi, þorp í borg, þar sem tíminn virðist hafa numið staðar á síðustu öld. Litrík og falleg gömul hús við þröngar götur og Álfasteinsgarður í miðju þessarar smáu og furðu kyrrlátu veraldar. Sverrir Guðjónsson söngvari er upphafsmaðurinn að opnunarhátíð Menningarnætur í Reykjavík að þessu sinni undir yfirskriftinni Grjótaþorp – Hjarta Reykjavíkur. Hugmyndin að viðburðinum fæddist hjá Sverri fyrir fimm árum og hann hefur unnið að henni síðan í samstarfi við Jónu Þorvaldsdóttur ljósmyndara.Stofan og gluggarnir Sverrir segir að upphafið megi rekja til þess að hann hafi lengi langað til þess að vinna verkefni tengd þessu sérstaka þorpi í miðborginni. Ég hef búið hér um tuttugu ára skeið, flutti inn á afmælisdaginn minn 10. janúar 1996. Ég sá sýningu sem Jóna var með í Ljósmyndasafninu og mér leist þannig á myndirnar hennar að þær gætu talað máli þorpsins. Bæði er tilfinningin mjög sérstök, myndirnar eru oft nær því að vera grafískar, og það sem mér fannst sérstaklega spennandi er að tilfinningin fyrir tíma hverfur einhvern veginn. Maður horfir á myndina og finnst hún geta verið frá hvaða tímabili sem er. Það eina sem getur komið upp um tímasetningu er kannski fatnaður eða ef einhver er með farsíma í hendinni. Þannig að ég setti mig í samband við Jónu, skýrði út fyrir henni hvað ég var með í huga og síðan fór hún að mæta hér og taka myndir á ýmsum árstímum og kynnast fólkinu. Þannig náði hún fjölbreyttum og skemmtilegum myndum. Þessar myndir verða til sýnis á Stofunni, kaffihúsi sem er til húsa þar sem Fríða frænka var áður, en svo höfum við fengið leyfi frá húseigendum til að setja myndir í glugga svo fólk geti líka farið í gluggagöngu um Grjótaþorpið.“Hver mynd einstök Jóna Þorvaldsdóttir myndar og vinnur verk sín alfarið samkvæmt upprunalegum aðferðum ljósmyndatækninnar. Það er áferðin og nálgunin í myndunum sem heillaði Sverri og Jóna segist lengi vera búin að leggja upp með að fanga stemninguna í Grjótaþorpinu. „Ég lagði upp með að hafa þetta ekki einhvers konar heimildarverkefni þó svo að það væri það óneitanalega að einhverju leyti. En mér finnst bara svo merkilegt að þessi hús skuli vera þarna enn þá og svona vel við haldið í stað þess að þau hefðu verið rifin og byggð einhver hraðbraut þarna í gegn. Þetta er búið að vera sérstakt verkefni fyrir mig þar sem ég vinn venjulega sjálfstætt sem myndlistarmaður og tek myndir eftir mínum hentugleikum. En þetta er búið að gefa mér mikið og fólkið í þorpinu hefur tekið mér vel og boðið mig velkomna. Aðferðirnar sem ég nota eru tímafrekar og óttalegt vesen að mörgu leyti. En þetta er allt saman vel þess virði og það er gott fyrir mig að vera löngum stundum inni í myrkraherberginu því ég hef enga þolinmæði í að vera fyrir framan tölvu. Þetta er róandi og gott og svo er líka hver og ein mynd einstök. Það kemur dálítið rómantískur og gamall blær yfir myndirnar þegar maður notar þessar gömlu aðferðir og það er óhætt að taka undir með Sverri að myndirnar verði tímalausar. Mig langaði til þess að láta gamla og nýja tímann mætast í þessum myndum svo fólk geti látið hugann reika þegar það skoðar myndirnar og kannski aðeins ímyndað sér hvernig þetta var.“Hljóðmynd og blásarar En opnunarhátíðin einskorðast ekki við ljósmyndir Jónu því Sverrir hefur lengi unnið að því að taka upp hljóðmyndir þorpsins sem eru mjög fjölbreytilegar. „Stundum er það þannig þegar maður er í rólegheitum hérna uppi í þorpi að það er eins og að vera einhvers staðar í útlöndum. Þú ert með fuglasönginn og krakka að leik í garðinum og svo kemur kannski þyrla eða flugvél inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. En maður venst þessum sérstaka hljóðheimi sem er svo breytilegur. Þetta er mjög áhugavert fyrir mig og mér fannst þegar ég fór að taka upp að þá færi ég að heyra betur í þorpinu. Ég er að láta þetta flæða með innsetningunni. Í beinu framhaldi af opnun hátíðarinnar verður gengið eftir Mjóstræti, þar sem innsetning hljóðs og myndar birtast í nokkrum gluggum húsanna undir gjörningsheitinu Útvarp Reykjavík. Við Jóna höfum unnið þetta á löngum tíma og ég vissi að svona verkefni þyrfti tíma. Hugsunin í dag er svo mikið að allt átti að gerast í gær. En þarna förum við inn í þessa tilfinningu sem ég get ímyndað mér að hafi verið hér áður þegar ég held að fólk hafi haft meiri tíma. Þetta verkefni tengist þessari hugsun – þessari nálgun. Borgarstjórinn setur svo hátíðina kl. 12.30 í litla garðinum en ég var lengi búinn að hugsa um að mig langaði til þess að fá blásara til þess að blása okkur inn í þessa hátíð. Stundum koma hlutirnir til manns þegar maður hugsar um þá, því að þá hringdi til mín maður að nafni Julian Gibbons frá Þýskalandi sem hafði áhuga á að spila við opnunina. Núna er hann á leiðinni með 60 manna blásarasveit sem er sérvalin úr 120 blásarasveitum frá Þýskalandi. Þau ætla að byrja að blása fyrir kl. 12 og fjörið verður byrjað hjá okkur strax fyrir hádegi og margt skemmtilegt á seyði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst. Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Grjótaþorpið í Reykjavík er sérstakt hverfi, þorp í borg, þar sem tíminn virðist hafa numið staðar á síðustu öld. Litrík og falleg gömul hús við þröngar götur og Álfasteinsgarður í miðju þessarar smáu og furðu kyrrlátu veraldar. Sverrir Guðjónsson söngvari er upphafsmaðurinn að opnunarhátíð Menningarnætur í Reykjavík að þessu sinni undir yfirskriftinni Grjótaþorp – Hjarta Reykjavíkur. Hugmyndin að viðburðinum fæddist hjá Sverri fyrir fimm árum og hann hefur unnið að henni síðan í samstarfi við Jónu Þorvaldsdóttur ljósmyndara.Stofan og gluggarnir Sverrir segir að upphafið megi rekja til þess að hann hafi lengi langað til þess að vinna verkefni tengd þessu sérstaka þorpi í miðborginni. Ég hef búið hér um tuttugu ára skeið, flutti inn á afmælisdaginn minn 10. janúar 1996. Ég sá sýningu sem Jóna var með í Ljósmyndasafninu og mér leist þannig á myndirnar hennar að þær gætu talað máli þorpsins. Bæði er tilfinningin mjög sérstök, myndirnar eru oft nær því að vera grafískar, og það sem mér fannst sérstaklega spennandi er að tilfinningin fyrir tíma hverfur einhvern veginn. Maður horfir á myndina og finnst hún geta verið frá hvaða tímabili sem er. Það eina sem getur komið upp um tímasetningu er kannski fatnaður eða ef einhver er með farsíma í hendinni. Þannig að ég setti mig í samband við Jónu, skýrði út fyrir henni hvað ég var með í huga og síðan fór hún að mæta hér og taka myndir á ýmsum árstímum og kynnast fólkinu. Þannig náði hún fjölbreyttum og skemmtilegum myndum. Þessar myndir verða til sýnis á Stofunni, kaffihúsi sem er til húsa þar sem Fríða frænka var áður, en svo höfum við fengið leyfi frá húseigendum til að setja myndir í glugga svo fólk geti líka farið í gluggagöngu um Grjótaþorpið.“Hver mynd einstök Jóna Þorvaldsdóttir myndar og vinnur verk sín alfarið samkvæmt upprunalegum aðferðum ljósmyndatækninnar. Það er áferðin og nálgunin í myndunum sem heillaði Sverri og Jóna segist lengi vera búin að leggja upp með að fanga stemninguna í Grjótaþorpinu. „Ég lagði upp með að hafa þetta ekki einhvers konar heimildarverkefni þó svo að það væri það óneitanalega að einhverju leyti. En mér finnst bara svo merkilegt að þessi hús skuli vera þarna enn þá og svona vel við haldið í stað þess að þau hefðu verið rifin og byggð einhver hraðbraut þarna í gegn. Þetta er búið að vera sérstakt verkefni fyrir mig þar sem ég vinn venjulega sjálfstætt sem myndlistarmaður og tek myndir eftir mínum hentugleikum. En þetta er búið að gefa mér mikið og fólkið í þorpinu hefur tekið mér vel og boðið mig velkomna. Aðferðirnar sem ég nota eru tímafrekar og óttalegt vesen að mörgu leyti. En þetta er allt saman vel þess virði og það er gott fyrir mig að vera löngum stundum inni í myrkraherberginu því ég hef enga þolinmæði í að vera fyrir framan tölvu. Þetta er róandi og gott og svo er líka hver og ein mynd einstök. Það kemur dálítið rómantískur og gamall blær yfir myndirnar þegar maður notar þessar gömlu aðferðir og það er óhætt að taka undir með Sverri að myndirnar verði tímalausar. Mig langaði til þess að láta gamla og nýja tímann mætast í þessum myndum svo fólk geti látið hugann reika þegar það skoðar myndirnar og kannski aðeins ímyndað sér hvernig þetta var.“Hljóðmynd og blásarar En opnunarhátíðin einskorðast ekki við ljósmyndir Jónu því Sverrir hefur lengi unnið að því að taka upp hljóðmyndir þorpsins sem eru mjög fjölbreytilegar. „Stundum er það þannig þegar maður er í rólegheitum hérna uppi í þorpi að það er eins og að vera einhvers staðar í útlöndum. Þú ert með fuglasönginn og krakka að leik í garðinum og svo kemur kannski þyrla eða flugvél inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. En maður venst þessum sérstaka hljóðheimi sem er svo breytilegur. Þetta er mjög áhugavert fyrir mig og mér fannst þegar ég fór að taka upp að þá færi ég að heyra betur í þorpinu. Ég er að láta þetta flæða með innsetningunni. Í beinu framhaldi af opnun hátíðarinnar verður gengið eftir Mjóstræti, þar sem innsetning hljóðs og myndar birtast í nokkrum gluggum húsanna undir gjörningsheitinu Útvarp Reykjavík. Við Jóna höfum unnið þetta á löngum tíma og ég vissi að svona verkefni þyrfti tíma. Hugsunin í dag er svo mikið að allt átti að gerast í gær. En þarna förum við inn í þessa tilfinningu sem ég get ímyndað mér að hafi verið hér áður þegar ég held að fólk hafi haft meiri tíma. Þetta verkefni tengist þessari hugsun – þessari nálgun. Borgarstjórinn setur svo hátíðina kl. 12.30 í litla garðinum en ég var lengi búinn að hugsa um að mig langaði til þess að fá blásara til þess að blása okkur inn í þessa hátíð. Stundum koma hlutirnir til manns þegar maður hugsar um þá, því að þá hringdi til mín maður að nafni Julian Gibbons frá Þýskalandi sem hafði áhuga á að spila við opnunina. Núna er hann á leiðinni með 60 manna blásarasveit sem er sérvalin úr 120 blásarasveitum frá Þýskalandi. Þau ætla að byrja að blása fyrir kl. 12 og fjörið verður byrjað hjá okkur strax fyrir hádegi og margt skemmtilegt á seyði.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. ágúst.
Menning Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira