FA telur búvörusamninga enn brjóta gegn stjórnarskrá Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 19:00 Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Búvörusamningar landbúnaðarráðherra fela enn í sér ákvæði sem brjóta gegn stjórnarskrá þrátt fyrir breytingar meirihluta atvinnuveganefndar. Þetta segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Félagið muni höfða dómsmál samþykki Alþingi samningana í breyttri mynd. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær drög að nefndaráliti vegna búvörusamninga en nefndin leggur til að hennar mati róttækar breytingar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir vissulega ljósa punkta í tillögum nefndarinnar en þær feli í sér viðurkenningu á þrennu. „Í fyrsta lagi að þetta samningaferli sem fór fram út frá mjög þröngum hagsmunum og fleiri röddum var ekki hleypt að borðinu var mistök. Það á greinilega að vinda ofan af þessum vinnubrögðum í framtíðinni,“ segir Ólafur. Í öðru lagi að ástandið á íslenskum mjólkurmarkaði brjóti gegn samkeppnislögum. „Í þriðja lagi rökstyður nefndin það að bjóða ekki út tollkvóta á upprunamerktum ostum þannig að þeir séu ekki í beinni samkeppni við innlendan landbúnað. Það er jákvætt. En í því felst líka viðurkenning á því að þetta uppboðsfyrirkomulag sem að við höfum lengi gagnrýnt er ígildi verndartolls,“ segir Ólafur.Láta reyna á málsókn Félag atvinnurekenda hefur haft til skoðunar að höfða dómsmál til að hnekkja samningunum, verði þeir samþykktir á Alþingi. Aðspurður um hvort félagið muni halda því til streitu eftir þessar breytingar segir Ólafur að í til að mynda samningnum um nautgriparækt séu enn þá ákvæði sem brjóti gegn stjórnarskrá og ráðherra hafi ekki haft neina heimild til að semja um. „Það er annars vegar að viðhalda þessari einokun og samkeppnisleysi á mjólkurmarkaði. Hins vegar að semja við einkaaðila, sem er Bændasamtökin, um að hækka skatta á öðrum einkaaðilum, sem eru innflytjendur matvöru. Þetta er enn þá þarna inni í samningnum. Ef Alþingi samþykkir samninginn með þessum ákvæðum þá sé ég ekki annað en að við látum á okkar málsókn reyna,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Sauð á starfsmanni sem löðrungaði vistmann íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira